Rúrí stefnir íslenska ríkinu 19. desember 2004 00:01 Rúrí. Vísir Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið. Styttur og útilistaverk Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi. Á kristnihátíð, sem haldin var sumarið 2000 í tilefni af því að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku hér á landi, var meðal annars haldin sýning í Stekkjargjá á Þingvöllum á verkum eftir fjórtán listamenn. Þar á meðal var útilistaverkið „Stilling“ eftir Þuríði Fannberg, eða Rúrí. Samningur var gerður um að halda sýningu á verkunum frá 1. júlí til 1. september en Rúrí segir að kristnihátíðarnefnd hafi, án þess að spyrja listamennina, framlengt sýninguna til 15. september. Verk sumra þessara listamanna reyndust skemmd þegar þeim var skilað til baka og er talið að það hafi gerst í óveðri sem gekk yfir sýningarsvæðið, einhvern tímann á bilinu 1.-15. september. Rúrí stefndi kristnihátíðarnefnd og íslenska ríkinu vegna málsins. Meðal annars er deilt um bótaskylduna og það hvaða reglur nái yfir slíkt. Listakonan gerir þá kröfu að tjónið verði bætt samkvæmt ætluðu söluverði verksins, en dómkvaddir matsmenn töldu verkið metið á 2,3 milljónir króna. Ríkið telur aftur á móti að eingöngu beri að taka mið af efniskostnaðinum við listaverkið. Það hefur þegar greitt Rúrí 500 þúsund krónur, sem hámarksvátryggingu fyrir verkið, en viðurkennir ekki fulla bótaskyldu. Það sættir listakonan sig ekki við og krefst þess að ríkið greiði sér það sem hún telur vanta uppá, eða átján hundruð þúsund krónur. Í kröfugerð sinni benti Rúrí á að listaverkið væri ekki unnið eftir sérstakri gjaldskrá. Hún taldi sig hafa lánað verkið til sýningarinnar í Stekkjagjá. Bótaskyldan er meðal annars byggð á reglum um lán til afnota, en meginákvæði í því er að finna í margra alda gömlum lagabálki úr Jónsbók frá árinu 1281. Ákvæðið varðar ábyrgð á geymslufé og þar segir: „Nú selr maðr fé sitt til hirslu af trúnaði öðrum manni, þá skal sá er við tekr hirða ok varðveita sem sitt fé, þat er hann vill vel varðveita …, nema hann segi þat, þá er hann tók við, at hann vildi at engu ábyrgjast …“ Þetta þýðir að ef lánshlutur skemmst eða ferst skuli lánstaki greiða bætur, sama hvernig tjón sé tilkomið.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira