Erlent

Wangari fær nóbelsverðlaun í dag

Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. Maathai hefur ítrekað mátt sæta barsmíðum og fangelsunum fyrir að skipuleggja verndun á almenningsskógum í Kenía og fyrir að auka áhrif kvenna hvarvetna í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×