Viðskipti innlent

Bakkavör í viðræðum við Geest

Bakkavör tilkynnti í morgun að félagið ætti í viðræðum um yfirtöku á helsta matvælaframleiðslufyrirtæki Bretlands, Geest. Vegna þessa voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Bakkavarar í Kauphöll Íslands. Í tilkynningu Bakkavarar segir að félagið sé á byrjunarstigi viðræðna við Geest sem geti leitt til þess að tilboð verði gert í allt hlutafé félagsins. Slíkt tilboð yrði líklega reiðufjártilboð. Bakkavör á þegar um tuttugu prósenta hlut í Geest en félagið sérhæfir sig í framleiðslu ferskrar, tilbúinnar matvöru. Um tíu þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu sem velti 114 milljörðum króna á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×