Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöll

Hlutabréfaverð hefur þokast niður á við undanfarna daga. Úrvalsvísitalan hefur nú lækkað fjóra daga í röð. Lækkunin hefur hins vegar verið óveruleg og einkennst af fremur litlum viðskiptum. Þó er talið að nokkur söluþrýstingur sé á ýmsum félögum í Kauphöllinni og þá sérstaklega þeim smærri sem byggjast á útflutningi. Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan lítillega en athygli vakti að hlutabréf í Össuri lækkuðu um sjö prósent og bréf í Marel um 4,3 prósent. "Þessi lækkun skýrist af því að hér er um að ræða félög sem hafa umtalsverðan kostnað á Íslandi en næstum allar tekjur í erlendri mynt. Styrking krónunnar hefur því neikvæð áhrif á rekstur þessara félaga," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×