Samstarf um íbúðarlán 5. desember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Íbúðalánasjóður og sparisjóðirnir hafa tekið upp samstarf um fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Talsmaður Íbúðalánasjóðs segir öðrum bönkum velkomið að taka þátt í samstarfinu. Sparisjóðsstjóri SPRON telur litla áhættu fólgna í lánveitingunum fyrir sparisjóðina. Frá og með deginum í dag bjóða sparisjóðirnir og Íbúðalánasjóður öllum húsnæðiskaupendum lán sem geta numið allt að 90 prósentum af markaðsvirði eigna til allt að fjörtíu ára á föstum 4,15 prósenta vöxtum. Þar af lánar Íbúðalánasjóður samkvæmt reglum sínum um hámarkslán gegn fyrsta veðrétti en sparisjóðirnir munu lána það sem upp á vantar gegn öðrum veðrétti. Samanlögð fjárhæð láns getur numið allt að 25 milljónum króna og er hvorki gerð krafa um að kaupendur séu í viðskiptum við sparisjóðina né um sérstakt gjald séu lánin greidd upp áður en lánstíma lýkur. Viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs gefst nú einnig kostur á að vinna greiðslumat og sækja um lán á vefsíðu sjóðsins. Sparisjóðirnir veita þeim viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs sem þess óska aðstoð við vinnslu matsins. Á síðunni er hægt að bera saman þá lánamöguleika sem eru í boði til íbúðakaupa hérlendis. Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að fyrst að samningum lánastofnana við Íbúðalánasjóð um greiðslumat hafi verið sagt upp þegar bankarnir komu inn á þennan markað hafi verið nauðsynlegt að gera samning á borð við þennan. Öðrum bönkum er velkomið að taka þátt í samstarfinu svo fremi sem þeir gangist undir þau skilyrði að lán Íbúðalánasjóðs verði kynnt samhliða lánum hvers banka og að bankarnir séu reiðubúnir að lána á öðrum veðrétti. "Við ákváðum að þróa þetta samstarf með sparisjóðunum en síðan stendur þetta öðrum bönkum til boða. Það er búið að kynna einhverjum bankastjórum þetta," segir Hallur. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, telur að með samstarfinu sé sparisjóðunum betur kleift að vinna áfram á þessum markaði. Aðspurður telur hann áhættu sjóðanna af því að veita lán á þessum kjörum litla. "Við höfum verið að veita allt upp í 100 prósenta lán en Íbúðalánasjóður veitir allt að 90 prósent af þessum lánum. Það er því ekki verið að taka neina áhættu hér umfram þá sem þegar er fyrir hendi."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira