Hvi er stjórnin með lítið fylgi? 4. desember 2004 00:01 Birtist í DV 4. desember 2004 Af hverju er fólk svona reitt? spurði staðfastur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar mig um daginn. Hann skildi ekki hvers vegna svo ágæt stjórn nyti ekki meiri stuðnings. Bullandi uppgangur alls staðar, almenn velmegun. Nú kemur enn ein skoðanakönnunin sem sýnir þessa tilhneigingu. Stjórnarflokkarnir hafa minnihluta kjósenda á bak við sig, Sjálfstæðisflokkur 35 prósent, Framsóknarflokkur ekki nema 11 prósent. Á meðan eru vinstri flokkarnir nálægt hámarksfylgi. Samfylking yfir 30 prósentum og Vinstri grænir með hátt í 20 prósent. Já, hvers vegna er fólk svona reitt? Við þessu eru varla nein einföld svör - við erum að ræða um hugarástand sem hefur verið að gerjast nokkuð lengi. Það er náttúrlega í hæsta máta mótsagnakennt að flokkur sem nýtur ekki nema 11 prósenta fylgis skuli hafa forsætisráðherraembættið - og að það skuli ekki duga honum til meira fylgis. Það er einhver þreyta í stjórnmálunum. Önuglyndi sem gýs hvað eftir annað upp - síðast í þinginu á mánudaginn þegar rætt var um stuðninginn við Íraksstríðið. Tiltrúin á stjórnmálamenn er í algjöru lágmarki. Mörgum finnst leiðinlegt að heyra þá tjá sig. Samt er verið að efna kosningaloforð nokkuð nákvæmlega - loforðin sem skiluðu flokkunum naumlega inn í ríkisstjórn aftur. Framsókn á raunar ekki mikið inni vegna loforðsins um 90 prósenta húsnæðislánin; það var beinlínis erindi Árna Magnússonar inn í félagsmálaráðuneytið að koma því í kring. En þarna eru bankarnir búnir að stela glæpnum - það standa yfir harðvítug og flókin átök milli þeirra og íbúðarlánasjóðs. Núna um helgina reynir hann að bjóða betur. En miðað við þróun í viðskiptum á undanförnum árum mun hinn opinberi sjóður tapa þessari baráttu. Geir Haarde var sármóðgaður um daginn vegna þess að skattalækkarnirnar hans höfðu verið þaggaðar niður og afbakaðar á allan hátt. Sagði hann. Að sumu leyti getur hann sjálfum sér um kennt. Hann steig mjög seint fram á sviðið til að gera sér almennilega mat úr málinu - forystumenn ríkisstjórnarinnar eru svosem ekki mjög spenntir fyrir að gefa færi á viðtölum. Í staðinn fyrir að Geir héldi fund á fyrsta degi til að boða stórkostlegar skattalækkanir, má segja að stjórnarandstaðan hafi stolið glæpnum með hrópum sínum um glapræði. Afstaða Samfylkingarinnar var raunar svo ruglingsleg að það er ekkert ótrúlegt að símastrákur hafi búið til stefnuna. En Steingrímur J. fór víða og talaði af miklum sannfæringarkrafti. Skattalækkanir vekja náttúrlega ákveðinn fögnuð. Guðmundur hjá Rafiðnaðarsambandinu var í þætti hjá mér og lýsti því hversu mikið ráðstöfunartekjur félagsmanna sinna myndu hækka. En á sama tíma er verið að hækka alls konar gjöld, hér og þar er verið að plokka meiri peninga. Það lítur allt annað en vel út - gerir ekkert annað en að renna stoðum undir þann málflutning að þetta verði bara rukkað inn með öðru móti. Að við fáum að punga út með einum eða öðrum hætti. Ekki einu sinni Birgir Ísleifur í Seðlabankanum trúir því að ekki fari af stað einhver óráðsía í fjármálum - verður bankinn látinn einn um að berjast gegn verðbólgunni? Foringjaræðið er að sumu leyti styrkur stjórnarflokkana; þeir eru óneitanlega miklir foringjar Davíð og Halldór, hafa sterka stjórn á öllu, eru lausir við vingulsháttinn sem vill einkenna stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. En um leið er þetta veikleiki. Einkenni þessara stjórnarhátta er geðþóttaræði - það gerist ekki neitt nema leiðtogarnir séu í stuði. Ákvarðanir eru ekki ræddar eða útskýrðar. Inni í ríkisstjórninni er innri ríkisstjórn sem öllu ræður. Í þessu ástandi vaxa upp tilþrifalitlir og talhlýðnir stjórnmálamenn sem kunna að ganga í takt og taka enga áhættu með því að hafa sjálfstæðiar skoðanir. Þessi tegund af mannauðsstjórnun boðar ekki gott fyrir framtíðina - ætti að vera áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Í vikunni var frétt í útvarpinu um Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Evrópusambandið. Bondevik segist ekki lengur vera ýkja viss í afstöðu sinni til ESB - áður barðist hann kröftuglega gegn því. Nú er hann að hugsa málið - telur að eitthvað afdrifaríkt muni gerast innan þriggja ára. Svona tala leiðtogarnir ekki á Íslandi - það væri talið veikleikamerki. Líklega hlegið. Samræðustjórnmál er hálfgert skammaryrði. Algeng viðbrögð við þjóðmálaumræðu er fuss og svei og tuð um hvað þetta sé nú allt vitleysislegt. Ástandið í þinginu á mánudag bar vott um þetta. Einn þingmaður í stjórnarliðinu - sem annars er vanur að vera nokkuð staðfastur - hljóp út undan sér og sagði að til greina kæmi að hætta við stuðninginn við Íraksstríðið. Það gekk allt af göflunum. En kannski hefði verið allt í lagi að láta bara kyrrt liggja. Að leyfa Hjálmari Árnasyni að vera frjálsum skoðana sinna - segja til dæmis að þetta megi hann nú alveg, flokkarnir geti vel rúmað svona skoðanamun, þótt þetta sé kannski misskilningur hjá honum. Í Framsókn tíðkaðist það í eina tíð að flokksmenn máttu hafa mismunandi skoðanir á herstöðinni í Keflavík. Það skaðaði flokkinn ekki vitund. Í Sjálfstæðisflokknum hefur mönnum leyfst að hafa ólíkar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þótt nokkuð hafi verið að þrengjast þar um á síðustu árum. Í staðinn var hin pínulitla uppreisn Hjálmars barin niður með látum. Það ber fremur vott um að menn viti ekki alveg hvað þeir eigi að gera við afl sitt en alvöru styrk. Davíð sýndi gamalkunna takta. Mönnum fannst þeir sjá að hann væri ekkert sérstaklega breyttur þótt hann hefði farið á sjúkrahús. Orðið "afturhaldskommatittsflokkur" verður sjálfsagt sígilt - það er ekki oft núorðið sem menn fullyrða að andstæðingarnir séu kommar. Næstum að maður fyllist fortíðarþrá. Í þingfréttum Moggans í gamla daga var alltaf lætt litlu (k)-i í sviga aftan við nöfn þingmanna Alþýðubandalagsins - les: kommúnistar. Í Reykjavík er nýr borgarstjóri tekinn við. Það birtist skoðanakönnun um stöðu flokkanna í borginni. Þrátt fyrir skuldasúpu, afleita frammistöðu í skipulagsmálum, kennaraverkfall og ruglinginn með borgarstjórann, var niðurstaðan næstum alveg sú sama og í síðustu kosningum. 53-41 fyrir R-listann. Öruggur meirihluti. Líklega er það satt sem ég hef sagt að R-listinn geti stillt upp kókkassa og samt unnið borgina. Borgarbúar hneigjast einfaldlega meira til vinstri en áður, íbúasamsetningin hefur breyst - meirihluti þeirra getur seint hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mikið af hægri mönnum hefur flutt í útborgirnar hér í kring - einn þekktur sjálfstæðismaður hefur lýst því yfir að hann sé pólitískur flóttamaður í Garðabæ. Þá nýtist atkvæðið hans ekki í borginni. Þetta hlýtur að vera hugraun fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokksmenn dreymir enn um að endurheimta borgina, gamla höfuðvígið, djásnið í krúnunni. Það er varla hægt nema R-listinn splundrist í frumparta. Samt er ekki einu sinni víst að þá yrði flokkurinn neitt sterkari en Samfylkingin í borginni. Sjálfstæðismenn hafa oddvita í Reykjavík sem þeir eru að reyna að hafa trú á; þetta er ágætlega traustur maður, vel að sér um innviði kerfisins, en ekkert sérlega spennandi. Maður sér hann alveg eins fyrir sér sem embættismann. Það veikir hann í pólitískri baráttu að hann er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, talsmaður samtakanna út á við - og getur því trauðla gagnrýnt R-listann nema að móðga marga aðra sveitarstjórnarmenn í leiðinni. Í raun myndi Vilhjálmur sóma sér ágætlega í meirihlutanum með R-lista liðinu - maður sér faktískt engan mun. Maður horfir aftur til fortíðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði leiðtoga í borginni eins og Bjarna Ben, Gunnar Thoroddssen, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson. Þá þurftu sjálfstæðismenn aldrei að efast um sigur. Gömlum konum var ekið á kjörstað í bílförmum; flokkurinn útdeildi lóðum, leyfum og lífsins gæðum. Vinstri menn hröktust í Kópavog til að koma sér upp húsnæði. Þessi tími kemur ekki aftur, enda má kannski segja að þetta hafi haft ýmis merki frumbýlingssamfélags. Á ítölsku heitir fyrirbærið "clientelismo". Eins og stendur virðist R-listi hafa þetta mikið til í hendi sér. Hann getur náttúrlega eyðilagt sjálfan sig í innri baráttu, flokkadráttum og öfund. Svo er líka spurning um vafasöm mál sem eru stöðugt að gerjast kringum Orkuveitu Reykjavíkur og Alfreð Þorsteinsson. Einhvern veginn komast þau ekki í hámæli. Kannski vegna áhugaleysis fjölmiðla - eða kannski vegna þess að þeir ná ekki alveg utan um þetta. Það hlýtur að teljast afskaplega óeðlilegt að Alfreð vilji ekki sýna gögn sem eiga að vera opinber. Hann hefur bara sína hentisemi líkt og fyrri daginn. Og hinir borgarfulltrúarnir verða flóttalegir þegar minnst er á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Birtist í DV 4. desember 2004 Af hverju er fólk svona reitt? spurði staðfastur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar mig um daginn. Hann skildi ekki hvers vegna svo ágæt stjórn nyti ekki meiri stuðnings. Bullandi uppgangur alls staðar, almenn velmegun. Nú kemur enn ein skoðanakönnunin sem sýnir þessa tilhneigingu. Stjórnarflokkarnir hafa minnihluta kjósenda á bak við sig, Sjálfstæðisflokkur 35 prósent, Framsóknarflokkur ekki nema 11 prósent. Á meðan eru vinstri flokkarnir nálægt hámarksfylgi. Samfylking yfir 30 prósentum og Vinstri grænir með hátt í 20 prósent. Já, hvers vegna er fólk svona reitt? Við þessu eru varla nein einföld svör - við erum að ræða um hugarástand sem hefur verið að gerjast nokkuð lengi. Það er náttúrlega í hæsta máta mótsagnakennt að flokkur sem nýtur ekki nema 11 prósenta fylgis skuli hafa forsætisráðherraembættið - og að það skuli ekki duga honum til meira fylgis. Það er einhver þreyta í stjórnmálunum. Önuglyndi sem gýs hvað eftir annað upp - síðast í þinginu á mánudaginn þegar rætt var um stuðninginn við Íraksstríðið. Tiltrúin á stjórnmálamenn er í algjöru lágmarki. Mörgum finnst leiðinlegt að heyra þá tjá sig. Samt er verið að efna kosningaloforð nokkuð nákvæmlega - loforðin sem skiluðu flokkunum naumlega inn í ríkisstjórn aftur. Framsókn á raunar ekki mikið inni vegna loforðsins um 90 prósenta húsnæðislánin; það var beinlínis erindi Árna Magnússonar inn í félagsmálaráðuneytið að koma því í kring. En þarna eru bankarnir búnir að stela glæpnum - það standa yfir harðvítug og flókin átök milli þeirra og íbúðarlánasjóðs. Núna um helgina reynir hann að bjóða betur. En miðað við þróun í viðskiptum á undanförnum árum mun hinn opinberi sjóður tapa þessari baráttu. Geir Haarde var sármóðgaður um daginn vegna þess að skattalækkarnirnar hans höfðu verið þaggaðar niður og afbakaðar á allan hátt. Sagði hann. Að sumu leyti getur hann sjálfum sér um kennt. Hann steig mjög seint fram á sviðið til að gera sér almennilega mat úr málinu - forystumenn ríkisstjórnarinnar eru svosem ekki mjög spenntir fyrir að gefa færi á viðtölum. Í staðinn fyrir að Geir héldi fund á fyrsta degi til að boða stórkostlegar skattalækkanir, má segja að stjórnarandstaðan hafi stolið glæpnum með hrópum sínum um glapræði. Afstaða Samfylkingarinnar var raunar svo ruglingsleg að það er ekkert ótrúlegt að símastrákur hafi búið til stefnuna. En Steingrímur J. fór víða og talaði af miklum sannfæringarkrafti. Skattalækkanir vekja náttúrlega ákveðinn fögnuð. Guðmundur hjá Rafiðnaðarsambandinu var í þætti hjá mér og lýsti því hversu mikið ráðstöfunartekjur félagsmanna sinna myndu hækka. En á sama tíma er verið að hækka alls konar gjöld, hér og þar er verið að plokka meiri peninga. Það lítur allt annað en vel út - gerir ekkert annað en að renna stoðum undir þann málflutning að þetta verði bara rukkað inn með öðru móti. Að við fáum að punga út með einum eða öðrum hætti. Ekki einu sinni Birgir Ísleifur í Seðlabankanum trúir því að ekki fari af stað einhver óráðsía í fjármálum - verður bankinn látinn einn um að berjast gegn verðbólgunni? Foringjaræðið er að sumu leyti styrkur stjórnarflokkana; þeir eru óneitanlega miklir foringjar Davíð og Halldór, hafa sterka stjórn á öllu, eru lausir við vingulsháttinn sem vill einkenna stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. En um leið er þetta veikleiki. Einkenni þessara stjórnarhátta er geðþóttaræði - það gerist ekki neitt nema leiðtogarnir séu í stuði. Ákvarðanir eru ekki ræddar eða útskýrðar. Inni í ríkisstjórninni er innri ríkisstjórn sem öllu ræður. Í þessu ástandi vaxa upp tilþrifalitlir og talhlýðnir stjórnmálamenn sem kunna að ganga í takt og taka enga áhættu með því að hafa sjálfstæðiar skoðanir. Þessi tegund af mannauðsstjórnun boðar ekki gott fyrir framtíðina - ætti að vera áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Í vikunni var frétt í útvarpinu um Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Evrópusambandið. Bondevik segist ekki lengur vera ýkja viss í afstöðu sinni til ESB - áður barðist hann kröftuglega gegn því. Nú er hann að hugsa málið - telur að eitthvað afdrifaríkt muni gerast innan þriggja ára. Svona tala leiðtogarnir ekki á Íslandi - það væri talið veikleikamerki. Líklega hlegið. Samræðustjórnmál er hálfgert skammaryrði. Algeng viðbrögð við þjóðmálaumræðu er fuss og svei og tuð um hvað þetta sé nú allt vitleysislegt. Ástandið í þinginu á mánudag bar vott um þetta. Einn þingmaður í stjórnarliðinu - sem annars er vanur að vera nokkuð staðfastur - hljóp út undan sér og sagði að til greina kæmi að hætta við stuðninginn við Íraksstríðið. Það gekk allt af göflunum. En kannski hefði verið allt í lagi að láta bara kyrrt liggja. Að leyfa Hjálmari Árnasyni að vera frjálsum skoðana sinna - segja til dæmis að þetta megi hann nú alveg, flokkarnir geti vel rúmað svona skoðanamun, þótt þetta sé kannski misskilningur hjá honum. Í Framsókn tíðkaðist það í eina tíð að flokksmenn máttu hafa mismunandi skoðanir á herstöðinni í Keflavík. Það skaðaði flokkinn ekki vitund. Í Sjálfstæðisflokknum hefur mönnum leyfst að hafa ólíkar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þótt nokkuð hafi verið að þrengjast þar um á síðustu árum. Í staðinn var hin pínulitla uppreisn Hjálmars barin niður með látum. Það ber fremur vott um að menn viti ekki alveg hvað þeir eigi að gera við afl sitt en alvöru styrk. Davíð sýndi gamalkunna takta. Mönnum fannst þeir sjá að hann væri ekkert sérstaklega breyttur þótt hann hefði farið á sjúkrahús. Orðið "afturhaldskommatittsflokkur" verður sjálfsagt sígilt - það er ekki oft núorðið sem menn fullyrða að andstæðingarnir séu kommar. Næstum að maður fyllist fortíðarþrá. Í þingfréttum Moggans í gamla daga var alltaf lætt litlu (k)-i í sviga aftan við nöfn þingmanna Alþýðubandalagsins - les: kommúnistar. Í Reykjavík er nýr borgarstjóri tekinn við. Það birtist skoðanakönnun um stöðu flokkanna í borginni. Þrátt fyrir skuldasúpu, afleita frammistöðu í skipulagsmálum, kennaraverkfall og ruglinginn með borgarstjórann, var niðurstaðan næstum alveg sú sama og í síðustu kosningum. 53-41 fyrir R-listann. Öruggur meirihluti. Líklega er það satt sem ég hef sagt að R-listinn geti stillt upp kókkassa og samt unnið borgina. Borgarbúar hneigjast einfaldlega meira til vinstri en áður, íbúasamsetningin hefur breyst - meirihluti þeirra getur seint hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mikið af hægri mönnum hefur flutt í útborgirnar hér í kring - einn þekktur sjálfstæðismaður hefur lýst því yfir að hann sé pólitískur flóttamaður í Garðabæ. Þá nýtist atkvæðið hans ekki í borginni. Þetta hlýtur að vera hugraun fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokksmenn dreymir enn um að endurheimta borgina, gamla höfuðvígið, djásnið í krúnunni. Það er varla hægt nema R-listinn splundrist í frumparta. Samt er ekki einu sinni víst að þá yrði flokkurinn neitt sterkari en Samfylkingin í borginni. Sjálfstæðismenn hafa oddvita í Reykjavík sem þeir eru að reyna að hafa trú á; þetta er ágætlega traustur maður, vel að sér um innviði kerfisins, en ekkert sérlega spennandi. Maður sér hann alveg eins fyrir sér sem embættismann. Það veikir hann í pólitískri baráttu að hann er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, talsmaður samtakanna út á við - og getur því trauðla gagnrýnt R-listann nema að móðga marga aðra sveitarstjórnarmenn í leiðinni. Í raun myndi Vilhjálmur sóma sér ágætlega í meirihlutanum með R-lista liðinu - maður sér faktískt engan mun. Maður horfir aftur til fortíðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði leiðtoga í borginni eins og Bjarna Ben, Gunnar Thoroddssen, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson. Þá þurftu sjálfstæðismenn aldrei að efast um sigur. Gömlum konum var ekið á kjörstað í bílförmum; flokkurinn útdeildi lóðum, leyfum og lífsins gæðum. Vinstri menn hröktust í Kópavog til að koma sér upp húsnæði. Þessi tími kemur ekki aftur, enda má kannski segja að þetta hafi haft ýmis merki frumbýlingssamfélags. Á ítölsku heitir fyrirbærið "clientelismo". Eins og stendur virðist R-listi hafa þetta mikið til í hendi sér. Hann getur náttúrlega eyðilagt sjálfan sig í innri baráttu, flokkadráttum og öfund. Svo er líka spurning um vafasöm mál sem eru stöðugt að gerjast kringum Orkuveitu Reykjavíkur og Alfreð Þorsteinsson. Einhvern veginn komast þau ekki í hámæli. Kannski vegna áhugaleysis fjölmiðla - eða kannski vegna þess að þeir ná ekki alveg utan um þetta. Það hlýtur að teljast afskaplega óeðlilegt að Alfreð vilji ekki sýna gögn sem eiga að vera opinber. Hann hefur bara sína hentisemi líkt og fyrri daginn. Og hinir borgarfulltrúarnir verða flóttalegir þegar minnst er á þetta.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun