Viðskipti innlent

Bankarnir spáðu minni hækkun

Greiningardeildir bankanna höfðu allar gert ráð fyrir vaxtahækkun en hún var meiri en þær spáðu. Greiningardeild Landsbankans sagði í Vegvísi í gær að vaxtahækkunin væri "nauðsynleg leiðrétting á vaxtaferlinum." Greiningardeildin segir að hækkunin í gær hafi verið nauðsynleg til þess að stýrivextir Seðlabankans hafi þau áhrif sem þeim sé ætlað. KB banki, sem hafði spáð 0,25 prósentustiga hækkun, var gagnrýnni á vaxtahækkunina í Hálffimm fréttum í gær. KB banki segir að með þessu gefi Seðlabankinn til kynna að hann hyggist beita gengi krónunnar til að slá á þenslu og draga úr verðbólguvæntingum. KB banki segir að hætta sé á að slík gengishækkun sé einungis frestun á verðbólgu en ekki sé komið í veg fyrir hana. Í öðru lagi telur KB banki aðgerðirnar ýta undir óstöðugleika í fjármálakerfinu þar sem erlend skuldsetning aukist. Í þriðja lagi nefnir KB banki að gengisstyrking komi sér mjög illa fyrir útflutningsfyrirtæki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×