Innlent

Skattalækkanir þyngja budduna

Útreikningar Fréttablaðsins sýna að barnmargar fjölskyldur og tekjuháar koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, tekur ekki jafndjúpt í árinni og Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem telur að skattalækkanirnar hafi verið rangtúlkaðar í fjölmiðlum. Ertu sammála því að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hafi verið rangtúlkaðar? "Nú veit ég ekki hversu vel fólk fylgist með umræðum. Meginkjarninn er sá að verið er að þyngja buddu almennings um 15 og upp í 45 þúsund krónur á mánuði, að viðbættum húsnæðispakkanum og lækkun á endurgreiðslu námslána. Glæsilegasta dæmið sem ég hef séð um þetta slagar vel upp í eina milljón á ári í auknar ráðstöfunartekjur hjá fólki með millitekjur í lægri kantinum, sem var með dýr húsnæðislán og mikil námslán á bakinu. Þetta tel ég náttúrlega vera stórfrétt. En græða þeir ekki mest sem hæstar hafa tekjurnar? Útfærslurnar á barnabótum, með hækkun þeirra og með hækkun skerðingarmarka, eru beinlínis jöfnunaraðgerðir sem koma barnafólki með lægri tekjur til góða. Í það heila tekið er það líka fólk með lágar tekjur og millitekjur sem kemur afskaplega vel út úr þessu. Þá vil ég líka nefna þá rangtúlkun að eignaskatturinn sé bara fyrir örfáa stórmilla. Eldra fólk kemur best út úr því, fólk sem hefur á bilinu eina til eina og hálfa milljón á ári í tekjur en er að borga eignaskatt af sínu æviheimili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×