Lífið

Mannréttindi að eiga uppþvottavél

"Þessar vélar henta mér ótrúlega vel því borðin í eldhúsinu mínu eru svo lág að venjuleg vél kemst ekki þar undir," segir Aðalbjörg Guðgeirsdóttir, en sökum þess að hún er í hjólastól hentar ekki hvað sem er í eldhúsið. "Auk þess held ég að þessar vélar sem eru við gólfið séu stórhættulegar, maður gæti hreinlega dottið oní þær svo bograndi yfir þeim," segir hún og skellir upp úr. Henni þótti þó aldrei neitt mál að vaska upp þar til hún fékk vélarnar en núna getur hún ekki hugsað sér að vera án þeirra. "Það eru alger mannréttindi að eiga uppþvottavél," segir Aðalbjörg sem er alsæl með vélarnar sínar og segir þær sérstaklega hljóðlátar og frábærar í alla staði. "Ég hafði mikið leitað að vél en villtist svo inn í Eirvík þar sem hún blasti við mér. Uppsetningn á vélinni er ótrúlega þægilega og ég í raun hissa að þetta hafi ekki boðist hérna áður," segir Aðalbjörg. "Ég hef ekkert nema gott um þessar vélar að segja og vildi að ég gæti sagt hið sama um alla hluti."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.