Aðeins öðruvísi kalkúnn 28. nóvember 2004 00:01 Kalkúnn með fyllingu í allri sinni dýrð á veisluborðinu er fjarri því að teljast hversdagsmatur og hentar því vel á hátíðarstundum eins og um jólin. Kjötið á fuglinum nægir fyrir marga og er hægt að elda það á marga vegu, þó svo algengast sé að kalkúnn sé eldaður í heilu lagi.KalkúnabringanBringan er snyrt og og skorin til. Merjið saman hvítlauk, timjan og rósmarín í mortéli og komið fyrir undir skinnu bringunnar. Til að fá bringuna fallegri í laginu er henni svo pakkað þétt og vel inn í plastfilmu svo hún líkist einna helst þykkri pylsu. Þá er henni stungið inn í ofn við 85 gráður uns kjarnhiti nær 65-70 gráðum. Takið þá bringuna úr plastinu og steikið hana á pönnuni upp úr olíu og smjöri uns hún hefur náð fallegum, gylltum lit. Hún svo skorin og krydduð með salti og pipar. Ekki myndi heldur skemma fyrir að nota afganginn af kryddunum úr mortélinu.KalkúnalæriðLærið er sett í ofnskúffu og eldað með góðum skammti af ólífuolíu, timjan og hvítlauksgeirum við 150 gráður uns kjötið byrjar að losna frá beinum. Þá er kjötið rifið ögn niður og bragðbætt með salti, pipar og smá af söxuðum skarlottulauk.BrauðfyllinginSjóðið 4 dl af rjóma niður um helming ásamt negulnöglum, kanil og einiberjum, sigtið og blandið saman við fjórar brauðsneiðar sem skornar eru í bita. Bætið með sætum ávöxtum (t.d. rúsínum, fíkjum, plómum, og kirsuberjum) og smakkið til með salti og pipar. Bætið svo við þremur eggjum, setjið í form og bakið við 150 gráður uns eggin hafa tekið sig.KartaflanEr skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri í pönnu ásamt hvítlauk og timjan uns hún er meyr. Krydduð með salti og pipar.Gylltir laukarSkrælið skarlottulauk og hvítlauk og setjið á pönnu ásamt ólífuolíu, timjan og rósmarín. Eldið við lágan hita uns laukarnir eru orðnir alveg meyrir.SveppaduxelSkerið sveppina niður í littla bita og svitið í potti upp úr smjöri ásamt smávegis af fínsöxuðum skarlottulauk og hvítlauk. Smakkið til með salti og pipar.SósanSvitið í potti smá af söxuðum skarlottulauk, hvítlauk og timjan. Bætið út í sherry-ediki og sjóðið niður í sýróp. Bætið út í eplasíder og sjóðið niður um helming. Þá er sett út þetta brúnn sósugrunnur. Hún er þá smökkuð til með salti og ögn af sítrónusafa. Smá alúð í skreytingu á matnum skilar miklu.E.Ól. Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Kalkúnn með fyllingu í allri sinni dýrð á veisluborðinu er fjarri því að teljast hversdagsmatur og hentar því vel á hátíðarstundum eins og um jólin. Kjötið á fuglinum nægir fyrir marga og er hægt að elda það á marga vegu, þó svo algengast sé að kalkúnn sé eldaður í heilu lagi.KalkúnabringanBringan er snyrt og og skorin til. Merjið saman hvítlauk, timjan og rósmarín í mortéli og komið fyrir undir skinnu bringunnar. Til að fá bringuna fallegri í laginu er henni svo pakkað þétt og vel inn í plastfilmu svo hún líkist einna helst þykkri pylsu. Þá er henni stungið inn í ofn við 85 gráður uns kjarnhiti nær 65-70 gráðum. Takið þá bringuna úr plastinu og steikið hana á pönnuni upp úr olíu og smjöri uns hún hefur náð fallegum, gylltum lit. Hún svo skorin og krydduð með salti og pipar. Ekki myndi heldur skemma fyrir að nota afganginn af kryddunum úr mortélinu.KalkúnalæriðLærið er sett í ofnskúffu og eldað með góðum skammti af ólífuolíu, timjan og hvítlauksgeirum við 150 gráður uns kjötið byrjar að losna frá beinum. Þá er kjötið rifið ögn niður og bragðbætt með salti, pipar og smá af söxuðum skarlottulauk.BrauðfyllinginSjóðið 4 dl af rjóma niður um helming ásamt negulnöglum, kanil og einiberjum, sigtið og blandið saman við fjórar brauðsneiðar sem skornar eru í bita. Bætið með sætum ávöxtum (t.d. rúsínum, fíkjum, plómum, og kirsuberjum) og smakkið til með salti og pipar. Bætið svo við þremur eggjum, setjið í form og bakið við 150 gráður uns eggin hafa tekið sig.KartaflanEr skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri í pönnu ásamt hvítlauk og timjan uns hún er meyr. Krydduð með salti og pipar.Gylltir laukarSkrælið skarlottulauk og hvítlauk og setjið á pönnu ásamt ólífuolíu, timjan og rósmarín. Eldið við lágan hita uns laukarnir eru orðnir alveg meyrir.SveppaduxelSkerið sveppina niður í littla bita og svitið í potti upp úr smjöri ásamt smávegis af fínsöxuðum skarlottulauk og hvítlauk. Smakkið til með salti og pipar.SósanSvitið í potti smá af söxuðum skarlottulauk, hvítlauk og timjan. Bætið út í sherry-ediki og sjóðið niður í sýróp. Bætið út í eplasíder og sjóðið niður um helming. Þá er sett út þetta brúnn sósugrunnur. Hún er þá smökkuð til með salti og ögn af sítrónusafa. Smá alúð í skreytingu á matnum skilar miklu.E.Ól.
Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið