Burðarás kaupir í Carnegie 25. nóvember 2004 00:01 Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur. Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Sjá meira
Burðarás keypti í gær 10,4 prósent hlutafjár í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie fyrir um sjö milljarða króna. Burðarás á eftir kaupin ríflega þrettán prósenta hlut í Carnegie og er orðinn stærsti einstaki hluthafi félagsins. Carnegie hefur áður komið við sögu íslenskra fjárfesta. Singer and Friedlander var stærsti einstaki hluthafi Carnegie með um 35 prósent. Sá hlutur var seldur skömmu eftir að KB banki keypti fimmtungshlut í Singer and Friedlander. Tekjur Carnegie eru mest þjónustutekjur af verðbréfaviðskiptum, sjóðstjórn og ráðgjöf við hlutafjárútboð og einkavæðingu. Carnegie bauð ásamt umboðsaðila sínum hér á landi, Verðbréfastofunni, í ráðgjöf um einkavæðingu Símans. Forsvarsmenn Burðaráss vilja ekki segja neitt um hvort frekari kaup séu fyrirhuguð í Carnegie. "Við höfum mikinn áhuga á fjármálastarfsemi og höfum fjárfest í henni. Carnegie er mjög gott fyrirtæki að okkar mati, við erum bjartsýn á framhaldið í fjármálastarfsemi og Carnegie mun njóta góðs af því," segir Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss. Starfsmenn Carnegie eiga yfir sautján prósent í fyrirtækinu og því talið erfitt að taka félagið yfir gegn vilja starfsmanna. Carnegie hefur upp á síðkastið verið í dreifðri eign starfsmanna og stofnanafjárfesta. Birgitta Henriksson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Carnegie, gefur ekkert út á afstöðu starfsmanna til kaupa Íslendinga. "Það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til eignar einstakra hluthafa í fyrirtækinu," segir Birgitta. Hún staðfestir að eign starfsmanna í fyrirtækinu sé með því mesta sem þekkist meðal sænskra fyrirtækja. Carnegie var til skamms tíma leiðandi verðbréfafyrirtæki á Norðurlandamarkaði og eitt þekktasta nafnið á því sviði. Staða fyrirtækisins er enn sterk á Norðurlandamarkaði. Í samþykktum félagsins er búið svo um hnúta að starfsmenn fá helming hagnaðar í kaupauka. Það sem út af hefur staðið hefur farið að stórum hluta til hluthafa. Bankinn hefur því ekki byggt upp mikið eigið fé. Þrátt fyrir hlutdeild í hagnaði hafa nokkrir stjórnendur fyrirtækisins gengið til liðs við KB banka Forsvarsmenn Burðaráss telja litla áhættu af þessum viðskiptum og vangaveltur um yfirtökutilraunir ótímabærar. Líta beri á þessa fjárfestingu í samhengi við innlendar og erlendar fjárfestingar félagsins í fjármálafyrirtækjum svo sem Straumi og Singer and Friedlander. Eignarhlutur Burðaráss dugar fyrir stjórnarsæti og líklegt að sá réttur verði nýttur til þess að kynnast starfsemi Carnegie betur.
Innlent Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Sjá meira