Erlent

Tilraunastofa til efnavopnagerðar

Tilraunastofa til efnavopnagerðar hefur fundist í Fallujah-borg í Írak að sögn utanríkisráðherra landsins, Kassims Daouds. Hernámsliðið náði borginni á sitt vald, eða svo gott sem, á dögunum með því að ráðast gegn skæruliðum sem höfðu borgina í herkví og í kjölfarið uppgötvaðist þessi tilraunastofa. Utanríkisráðherrann segir að af ummerkjum að dæma, m.a. leiðbeiningum til sprengjugerðar, var aðstaðan notuð til að framleiða efnavopn, sprengjur og ýmis konar eiturefni, þar á meðal miltisbrand. Í gær var tilkynnt um að bandarískir hermenn hefðu fundið húsnæði þar sem talið var að liðsmenn skæruliðaleiðtogans al-Zarqawis hefðu hafst að og gæti hafa verið notað til að undirbúa framleiðslu eiturvopna. Ummerki bentu þó ekki til þess að þar hefðu vopn verið framleidd. Enn er á huldu hvort utanríkisráðherrann er að tala um sama húsnæði en engar fregnir hafa borist frá bandarískum hernaðaryfivöldum að þeir hafi gengið fram á fleiri eiturefnaverksmiðjur, líkt og ráðherrann heldur fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×