Innlent

Ekki óbreytt starfsemi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgist vel með viðræðum um framtíð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og hann sé sammála því áliti Íslendinga að hver þjóð þurfi að búa við lágmarks loftvarnir. „Það er svo annað mál að við Íslendingar getum ekki gert kröfur til þess að Bandaríkin haldi óbreyttri starfsemi hér á landi, það höfum við aldrei gert,“ sagði hann í umræðum á Alþingi í gær. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Davíð að því hver hefði verið niðurstaðan af fundi hans og Colins Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington. Þingmaðurinn kvartaði yfir því að fréttir af fundinum væru óljósar og benti á að Colin Powell hefði ekki tjáð sig um fundinn og engin fréttatilkynning verið gefin út. Jafnframt innti Jón Davið eftir því hvort áframhaldandi niðurskurður yrði á vellinum. Davíð skýrði frá því að hann hefði hitt George W. Bush Bandaríkjaforseta stuttlega að máli í Arkansas við opnun Clinton-safnsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×