Nýtt heimili í Drápuhlíð 22. nóvember 2004 00:01 Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt. Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt.
Hús og heimili Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira