Ráðherra hlusti á launþega 21. nóvember 2004 00:01 Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar. Á fundinun í gær sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar gæti þjóðfélagið ekki þolað það; það myndi leiða til verðbólgu sem yrði til þess að rýra kjör allra. Samningar flestra opinberra starfsmanna renna út um næstu mánaðamót og samningar flestra bæjarstarfamannafélaga innan vébanda BSRB renna út í mars á næsta ári. Félögin setja fram kröfur hvert á sínum forsendum og eru að setjast við samningaborðið þessa dagana. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gefur lítið fyrir varnaðarorð forsætisráðherra. Hann spyr hvort ekki væri nær að hlusta á fólk og þau rök sem það tefli fram, áður en byrjað er að skamma það. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir félagsmenn sína raunsæja og að aðaláhersla verði lögð á að hækka lægstu launin í komandi kjaraviðræðum. Hún segist sannfærð um að þó allir ríkisstarfsmenn fengu launahækkanir færi efnahagslífið ekki í kaldakol, enda launahækkun kennara stórlega orðum aukin. Þá má minna á að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verða endurskoðaðir í október á næsta ári með tilliti til verðbólgu og launaþróunar annarra hópa. Félögin fara þá væntanlega í gegnum þá umræðu hvort það teljist eðlilegt og rökrétt að laun kennara séu orðin 130 prósentum hærri en laun þeirra tekjulægstu innan ASÍ. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Formaður BSRB segir nær að forsætisráðherra hlusti á kröfur launþega í stað þess að skammast út í þá. Í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær boðaði forsætisráðherra verri stöðu í efnahagsmálum, ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar. Á fundinun í gær sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra að ef allir fengju jafnmiklar launahækkanir og kennarar gæti þjóðfélagið ekki þolað það; það myndi leiða til verðbólgu sem yrði til þess að rýra kjör allra. Samningar flestra opinberra starfsmanna renna út um næstu mánaðamót og samningar flestra bæjarstarfamannafélaga innan vébanda BSRB renna út í mars á næsta ári. Félögin setja fram kröfur hvert á sínum forsendum og eru að setjast við samningaborðið þessa dagana. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, gefur lítið fyrir varnaðarorð forsætisráðherra. Hann spyr hvort ekki væri nær að hlusta á fólk og þau rök sem það tefli fram, áður en byrjað er að skamma það. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir félagsmenn sína raunsæja og að aðaláhersla verði lögð á að hækka lægstu launin í komandi kjaraviðræðum. Hún segist sannfærð um að þó allir ríkisstarfsmenn fengu launahækkanir færi efnahagslífið ekki í kaldakol, enda launahækkun kennara stórlega orðum aukin. Þá má minna á að kjarasamningar aðildarfélaga ASÍ verða endurskoðaðir í október á næsta ári með tilliti til verðbólgu og launaþróunar annarra hópa. Félögin fara þá væntanlega í gegnum þá umræðu hvort það teljist eðlilegt og rökrétt að laun kennara séu orðin 130 prósentum hærri en laun þeirra tekjulægstu innan ASÍ.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira