Innlent

Arnþrúður sátt

"Mér hefur aldrei liðið betur," segir Arnþrúður Karlsdóttir í samtali við DV, en hún hefur þurft að sjá á eftir öllum félögum sínum á Útvarpi Sögu og veifað til þeirra hótunum um lögregluaðgerðir í kveðjuskyni. Í gær sat Arnþrúður á útvarpsstöð sinni og hafði í mörg horn að líta: "Það er rosalegt áreiti á mig úr öllum áttum og nú er ég bara að vinna í því að ráða fólk," segir hún. "Það streymir hingað að og við tæknimaðurinn erum að reyna að velja úr." Sem kunnugt er hafa þeir Sigurður G. Tómasson, Hallgrímur Thorsteinsson og Ingvi Hrafn Jónsson sagt skilið við Arnþrúði eftir áralangt samstarf og á köflum farsælt. Bera þeir því við að Arnþrúður skuldi þeim laun og launalausir geti þeir ekki verið frekar en aðrir. Meira í DV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×