Vilja 130 þúsund í eingreiðslu 14. nóvember 2004 00:01 Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Kennarar ætla að fara fram á 130 þúsund króna eingreiðslu og 5,5 prósenta kauphækkun nú þegar til að skapa frið á meðal kennara. Samningafundur hefur verið boðaður í kvöld. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir að á fundi með formönnum svæðafélaganna í dag hafi komið fram eindregin ósk um að samningafundi yrði flýtt og hann haldinn í kvöld áður en kennurum er gert að mæta í skólana í fyrramálið. Eiríkur segir að kennarar leggi þar fram kröfu um að launanefndin gangi strax að kröfunni um eingreiðslu upp á 130 þúsund krónur og hækki laun kennara nú þegar um 5,5 prósent eins og sveitarfélögin hefðu verið búin að fallast á í miðlunartillögu sáttasemjara. Þá vilja þeir að laun þeirra í sumarleyfi skerðist ekki þrátt fyrir tveggja mánaða verkfall. Eiríkur segir að verði fallist á þetta þá muni það draga úr gríðarlega mikilli reiði kennara og hann segist þá binda vonir við að skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á morgun. Hann segir öll rök mæla með því að sveitarfélögin fallist á þessa kröfu kennara því óhugsandi sé að úrskurður gerðardóms hljómi upp á lægri laun en miðlunatillagan gerði, nema verið sé vísvitandi að lýsa yfir neyðarástandi í íslenska skólakerfinu. Hvorki Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaga né Birgir Björn Sigurjónsson formaður samninganefndarinnar vildu lýsa afstöðu sinni til tillögunnar síðdegis, sögðu að það yrði ekki gert fyrr en á fundinum í kvöld. Gunnar Rafn segir að launanefndin hafi rætt saman í dag og einnig við sveitarstjórnarmenn. Hann segir með lögum gærdagsins séu komnar nýjar víddir inn í umræðuna sem gefi jafnvel tilefni til að samningar geti náðst í vikunni. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki sveitarfélögum né kennurum sé um það gefið að gerðardómur úrskurði í málinu og að það gæti aukið líkur á að samningar takist fyrir næstu helgi.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira