Heilsan felst í húmornum 8. nóvember 2004 00:01 "Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt." Heilsa Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég æfi enga sérstaka íþrótt en ég passa upp á mataræðið og reyni að borða hollan mat. Ég borða mikið grænmeti og passa það sem ég læt ofan í mig," segir Katrín Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna og dagskrárgerðarkona. "Ég reyndi einu sinni að fara í líkamsrækt en mér fannst þessir tækjasalir frekar leiðinlegir og mér leið eiginlega alltaf eins og algjörum hálfvita. Síðan fór ég í jóga til að reyna að slappa af og varð eiginlega hálfstressuð. Mér fannst ekki nógu mikill kraftur í því. Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í badminton eða einhverjar þannig íþróttir til að leika mér aðeins. Ég geng líka mikið og sérstaklega á sumrin og það er reyndar mjög góð líkamsrækt út af fyrir sig," segir Katrín. Katrín er með sína eigin skilgreiningu á því hvað felst í góðri heilsu. "Í mínum huga er mikilvægast að glata ekki húmornum til að halda heilsunni. Ég hef mikinn húmor fyrir sjálfri mér og öðrum og verð eiginlega að hafa það í mínu starfi. Ég held að húmorinn sé lykillinn að góðri heilsu og hláturinn lengir lífið. Það er mín líkamsrækt."
Heilsa Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira