Allir vilja veggfóður 8. nóvember 2004 00:01 "Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað. Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
"Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað.
Hús og heimili Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira