Lífið

Ljósin í bænum

Danski hönnuðurinn og arkitektinn Verner Panton á að baki langan og litríkan feril en hann hefur hannað hvert meistaraverkið á fætur öðru. Stólarnir hans og ljósin eru heimsfræg og undanfarin ár hafa margir af þeim hlutum sem hann hannaði á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum verið að fá uppreisn æru og eftirspurnin eftir þeim hefur aldrei verið meiri. Í fallegu húsi í stíl áttunda áratugarins niður við sjóinn í Kópavogi stendur einmitt einn af hinum ódauðlegu Panton-hlutum, lampinn Panthella. Faðir húsfreyjunnar festi kaup á lampanum fyrir um það bil tuttugu árum og lýsti hann upp æskuheimilið í fjöldamörg ár. Foreldrarnir fengu þó leið á lampanum einn daginn og hentu honum upp á háaloft þar sem hann mátti dúsa í þónokkur ár, eða þar til elsta dóttirin flutti í nýja húsið í Kópavogi og fór að sækjast eftir "sveppnum" eins og lampinn hafði alltaf verið kallaður. Eftir skraf og fjas við móðurina sem að sjálfsögðu vildi lampann endilega aftur upp í stofuna sína eftir öll þessi ár, fékk unga húsmóðirin í Kópavogi "sveppinn" sinn og hefur hann prýtt heimilið undanfarin fimm ár og er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni allri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.