Þrjár systur í verslunarrekstri 3. nóvember 2004 00:01 "Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
"Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að vinna með systrum sínum. Við reynum auðvitað að halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar eins lengi og við getum og ölum dæturnar upp í störfin," segir Stefanía Gunnarsdóttir en hún er eigandi verslunarinnar Duka í Kringlunni ásamt systrum sínum Sigrúnu og Aðalbjörgu Gunnarsdætrum. Systurnar þrjár hafa rekið verslunina í þrjú ár og hefur samstarfið gengið eins og í sögu. "Okkur semur rosalega vel. Mamma var voðalega áhyggjufull í fyrstu því hún hélt að allt myndi fara í háaloft í fjölskyldunni en það hefur ekki gerst. Við erum mjög ólíkar en náum vel saman," segir Aðalbjörg en þær systur búa við mikinn skilning heima fyrir. "Karlmennirnir skipta sér ekki af enda er þetta okkar. Þeir hafa sitt. Fjölskyldan hefur trú á okkur," segir Sigrún. "Það hefur reyndar verið eldað mikið af 1944 réttum síðan við byrjuðum með verslunina," bætir Stefanía við. Þó að systurnar vilji halda fyrirtækinu innan fjölskyldunnar þá reyna þær samt að aðskilja einkalífið og vinnuna. "Auðvitað dreymir mann verslunina stundum en við tölum til dæmis aldrei um hana í fjölskylduboðum. Við höldum versluninni alveg fyrir utan einkalífið en ef umræður um hana myndast í boðum þá reynum við auðvitað að selja tólf manna stell," segir Stefanía og slær á létta strengi. "Við erum mjög samstilltar. Þetta er vinnan okkar, áhugamálið og bara allt. Við förum saman út að panta vörur og það kemur aldrei upp ágreiningur um hvað á að selja í búðinni," bætir Sigrún við. Systurnar taka auðvitað púlsinn á tískunni og fylgjast vel með markaðinum. Duka er sænsk verslun og selur mikið af alls konar merkjum í búsáhöldum og gjafavörum. Það nýjasta eru Ritzenhoff-glösin sem reyndar voru seld í litlu magni fyrir síðustu jól. Ritzenhoff-glösin hafa þá sérstöðu að þau eru öll teiknuð af listamönnum. Sérstaða Duka er hins vegar að þar fást aðeins glös eftir einn listamann, Lasse Åberg. "Lasse er afskaplega frægur, sænskur kvikmyndagerðamaður og leikari. Aðalþemað í glösum Lasse er músin en hann málar hana í öllum stærðum og gerðum. Í línunni eru allt frá snafsglösum upp í karöflur.Ritzenhoff-glösin eftir Lasse Åberg eru til sölu í Duka og er aðalþemað músin.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira