Sögurnar eru þemað í ár 3. nóvember 2004 00:01 Miðasala á Eddu-verðlaunahátíðina hefst í dag en hátíðin fer fram á Nordica Hótel sunnudagskvöldið 14. nóvember. Reyndar er þrjúhundruð frægum boðið að vera viðstaddir en almenningi er velkomið að sitja hófið meðan húsrúm leyfir. Það er fyrirtækið Storm sem sér um skipulagningu Eddu-verðlaunanna og segir Pétur Óli Gíslason framkvæmdastjóri umfang hátíðarinnar vera svipað og síðustu ár. "Þó var óvenjumikið af innsendingum núna vegna þess hve mikil gróska hefur verið í bransanum undanfarið ár. Það verður því meiri barátta innbyrðis í öllum flokkum, sem aftur leiðir til þess að fleiri vilja koma á hátíðina." Að venju verður glamúr og glæsileg stemning svífandi yfir vötnunum á Eddunni, nú sem endranær. Skemmtiatriði verða fjölbreytt; innslög um kvikmyndir, fólk og sögur úr bransanum. Pétur Óli lofar því að enginn verði svikinn af þessari skemmtun. "Hátíðin verður með hefðbundnu sniði enda ekki þörf á að breyta strúktúrnum. Þó má upplýsa að þemað í þetta sinn er "sögurnar". Þessi bransi gengur út á að segja sögur í ýmsu formi og innslögin segja okkur sögurnar á bak við tjöldin; hvaða hlutverki hver og einn gegnir." Margir hafa haft á orði að Eddu-verðlaunin minni á íslensku útgáfuna af Óskarsverðlaununum og óhætt að segja að íslenska listafólkið sé með á nótunum þegar kemur að rétta klæðaburðinum; galakjólum, smóking, pelsum, hárgreiðslu og skarti. Pétur Óli segir samkvæmisklæðnað enda skilyrði fyrir inngöngu. "Við viljum setja þessa hátíð aftur á þann stall sem hún var í upphafi, þar sem mikill glæsileiki var í hávegum hafður. Andrúmið verður blandað hátíðleika, gleði, samkennd, fögnuði og auðvitað samkeppni, en þegar Eddu-verðlaun eru afhent koma gestir fyrst og fremst saman til að skemmta sér og fagna." Og öruggt má telja að listafólkið skemmti sér fram á rauðan morgun; margir með stolt í hjarta meðan aðrir horfast í augu við brostnar vonir. Allt eins er búist við frægum leynigestum á hátíðina og eftir að útsendingu lýkur hefst alvörupartí á hótelinu. Pétur Óli segir Nordica Hótel hafa verið valið vegna þess hve salarkynnin henta vel fyrir sjónvarpsútsendingu og veislu af þessu tagi, auk þess fái hátíðin best áhorf á sunnudagskvöldi. Miðar á Eddu-verðlaunahátíðina fást hjá Storm ehf, Vesturgötu 10a, sími 511 2333. Eddan Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Miðasala á Eddu-verðlaunahátíðina hefst í dag en hátíðin fer fram á Nordica Hótel sunnudagskvöldið 14. nóvember. Reyndar er þrjúhundruð frægum boðið að vera viðstaddir en almenningi er velkomið að sitja hófið meðan húsrúm leyfir. Það er fyrirtækið Storm sem sér um skipulagningu Eddu-verðlaunanna og segir Pétur Óli Gíslason framkvæmdastjóri umfang hátíðarinnar vera svipað og síðustu ár. "Þó var óvenjumikið af innsendingum núna vegna þess hve mikil gróska hefur verið í bransanum undanfarið ár. Það verður því meiri barátta innbyrðis í öllum flokkum, sem aftur leiðir til þess að fleiri vilja koma á hátíðina." Að venju verður glamúr og glæsileg stemning svífandi yfir vötnunum á Eddunni, nú sem endranær. Skemmtiatriði verða fjölbreytt; innslög um kvikmyndir, fólk og sögur úr bransanum. Pétur Óli lofar því að enginn verði svikinn af þessari skemmtun. "Hátíðin verður með hefðbundnu sniði enda ekki þörf á að breyta strúktúrnum. Þó má upplýsa að þemað í þetta sinn er "sögurnar". Þessi bransi gengur út á að segja sögur í ýmsu formi og innslögin segja okkur sögurnar á bak við tjöldin; hvaða hlutverki hver og einn gegnir." Margir hafa haft á orði að Eddu-verðlaunin minni á íslensku útgáfuna af Óskarsverðlaununum og óhætt að segja að íslenska listafólkið sé með á nótunum þegar kemur að rétta klæðaburðinum; galakjólum, smóking, pelsum, hárgreiðslu og skarti. Pétur Óli segir samkvæmisklæðnað enda skilyrði fyrir inngöngu. "Við viljum setja þessa hátíð aftur á þann stall sem hún var í upphafi, þar sem mikill glæsileiki var í hávegum hafður. Andrúmið verður blandað hátíðleika, gleði, samkennd, fögnuði og auðvitað samkeppni, en þegar Eddu-verðlaun eru afhent koma gestir fyrst og fremst saman til að skemmta sér og fagna." Og öruggt má telja að listafólkið skemmti sér fram á rauðan morgun; margir með stolt í hjarta meðan aðrir horfast í augu við brostnar vonir. Allt eins er búist við frægum leynigestum á hátíðina og eftir að útsendingu lýkur hefst alvörupartí á hótelinu. Pétur Óli segir Nordica Hótel hafa verið valið vegna þess hve salarkynnin henta vel fyrir sjónvarpsútsendingu og veislu af þessu tagi, auk þess fái hátíðin best áhorf á sunnudagskvöldi. Miðar á Eddu-verðlaunahátíðina fást hjá Storm ehf, Vesturgötu 10a, sími 511 2333.
Eddan Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira