Erlent

Stefnir í metkjörsókn

Það stefnir í metkjörsókn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og langar raðir eru við kjörstaði nú á kosningadaginn. Athygli manna beinist einkum að örlitlu broti kjósenda. Í dag er einkum horft til þriggja ríkja: Ohio, Pennsylvaníu og Flórída. Þar er óvissan einna mest og samtals ráða þau yfir 68 kjörmönnum. Pennsylvanía ræður yfir 21 kjörmanni, Ohio er með 20 og Flórída hefur 27 kjörmenn. Til að komast í Hvíta húsið á næsta kjörtímabili verður viðkomandi frambjóðandi helst að bera sigur úr bítum í tveimur af þremur þessara ríkja. Búist er við metþátttöku í kosningunum í dag og að allt að 125 milljónir manna skili sér á kjörstaði, tuttugu milljónum meira en árið 2000.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×