Innlent

22 þúsund á mánuði

Ef sambærilegur skattaafsláttur og sjómenn njóta væri færður yfir á launþega alla myndu útborguð mánaðarlaun fólks hækka um 22 þúsund krónur á mánuði. Sem kunnugt er njóta sjómenn sérstaks afsláttar frá skattgreiðslum og nemur hann 746 krónum á dag, þá daga sem skip er á sjó og það sem telja má eðlileg hafnarfrí. Margur landkrabbinn rennir hýru auga til þessa afsláttar þó auðvitað geti slíkar vangaveltur aldrei orðið neitt annað en dagdraumar. Eru þó fordæmi fyrir því að fólk í landi njóti sjómannaafsláttar og á það t.d. við um beitningafólk sem sumt hvert er talið til áhafnar og er því á hlutaskiptasamningum eins og sjómennirnir. Slíkt er vitaskuld, í besta falli, misnotkun á kerfinu og líklega klárt lögbrot. Sjómenn hafa notið sérkjara í skattkerfinu síðan 1955 og njóta áfram, í það minnsta næstu fjögur árin, þrátt fyrir vilja fjármálaráðherra til að afnema hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×