Erlent

Skortur á starfsmönnum

Þjálfaðir kosningastarfsmenn eru fjórðungi færri en þeir þurfi að vera til þess að bandarísku forsetakosningarnar gangi hratt og örugglega fyrir sig að sögn bandarískrar eftirlitsnefndar með framkvæmd kosninga. Um það bil 1,4 milljónir manna hafa verið þjálfaðar til starfsins en hálfa milljón vantar til viðbótar. Tvær ástæður eru helstar fyrir þessum skorti, annars vegar að illa hefur gengið að fá fólk til starfa, hins vegar að talin er þörf á mun fleiri kosningastarfsmönnum en í meðalári vegna mikils áhuga á kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×