Sköpunin öll er mér ráðgáta 30. október 2004 00:01 Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fær heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar í ár og er fyrsti starfandi kvikmyndagerðarmaðurinn sem hlýtur heiðursverðlaunin. Hann segist vera þakklátur og stoltur vegna þessa heiðurs sem sér falli í skaut. Magnús Magnússon fékk verðlaunin í fyrra en þeir Páll unnu saman að myndinni Örlagakyrrð (World of Solitude) sem tilnefnd er til Eddu-verðlauna í ár sem besta heimildarmyndin og Magnús fær sömuleiðis tilnefningu fyrir handritagerð myndarinnar. Páll ber mikið lof á samstarfsmann sinn. "Magnús Magnússon er magnaður persónuleiki með mikla útgeislun, um leið og hann er gríðarlega fjölhæfur. Ég hef séð örfáa menn sem hrífa áheyrendur eins og hann gerir, menn sem vilja upplýsa aðra og fræða og gera það svona listavel. David Attenborough er til dæmis einn af þessum mönnum," segir Páll.Hættuleg stefna í stóriðjumálum. Öræfakyrrð hlaut á dögunum verðlaun á kvikmyndahátíð í Pétursborg en Páll segir að þrátt fyrir það hafi myndin átt nokkuð erfitt uppdráttar: "Ég kynnti hana í Svíþjóð við litlar undirtektir og sýndi hana síðan á Panaroma hér um daginn en sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki enn staðfest kaup á henni. Framboð til sjónvarpsstöðvanna hér heima er orðið gríðarlega mikið og þar hafa menn ekkert meiri peninga en áður, nema síður sé. Útlendu stöðvarnar bera því við að þetta sé ekki náttúrulífsmynd, heldur fjallar hún um náttúruvernd en einhvers staðar hlýtur að vera pláss fyrir þannig mynd. Ég veit að við erum að gera reginvitleysu í virkjanamálum. Allt of miklu er til kostað og of miklu raskað fyrir hæpinn ágóða. Við erum bölvaðir glannar. Það hefði verið hægt að blása lífi í atvinnuvegina án þess að kosta svo miklu til og án þess að spilla svo miklu. Magnús heldur því stíft fram í myndinni að hægt væri að gera þjóðgarð á heimsmælikvarða fyrir norðan jökul, fyrir tiltölulega lágar upphæðir miðað við þær fúlgur sem fara til virkjanaframkvæmda og því sem þeim fylgir. Slíkur þjóðgarður gæti orðið tiltölulega jafn vel sóttur og þekktustu þjóðgarðar í Bandaríkjunum."Yndi af myndlist. Páll er 74 ára gamall og hóf ekki kvikmyndanám fyrr en hann var 43 ára. Hann lauk á sínum tíma námi í Kennaraskólanum og var einn vetur við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn og samtímis við nám í dönsku Listaakademíunni. "Ég hef ætíð haft yndi af myndlist og öllu sem höfðar til myndskyns. Kvikmyndagerðin kom sem beint framhald af málaralist og ljósmyndun. Ég var í Vestmannaeyjum og þangað kom svissneskur kvikmyndagerðarmaður sem ég aðstoðaði við að komast á torsótta staði. Þegar hann kvaddi keypti ég af honum kvikmyndavélina. Árið eftir fór ég í New York University til að læra kvikmyndagerð. Það var mikill vandi á þeim tíma því ekki var hægt að fá nein námslán. Ég tók talsverða áhættu þegar ég fór vestur, fékk launalaust leyfi frá kennslu en tók bankalán til að standa undir námsdvölinni og setti þar með fjölskylduna í töluverða klemmu. En allt gekk þó upp vegna þess að ég fór mun hraðar í gegnum skólann en eðlilegt var. Þegar nemendur þóttust tilbúnir í áfangapróf létu þeir prófessorinn vita. Þetta nýtti ég mér nokkrum sinnum." Eftir rúmt ár sneri Páll heim til Íslands og fór að vinna fyrir Ríkissjónvarpið í hjáverkum. Stuttu seinna hófst eldgos í Heimaey. "Sem heimamaður fékk ég sérstakt leyfi, ásamt félaga mínum Ernst Kettler til að mynda nær ótruflaður meðan gosið stóð. Mig minnir að ég hafi haft einhvern titil á bæjarskrifstofunni, líklega fréttafulltrúi til að afsaka dvöl mína í Eyjum. Við unnum á tímabili fyrir breska fréttastofu UPITN og höfðum eitthvert kaup fyrir, en fengum um leið ómetanlegt myndefni, til eigin nota, allt sem ekki fór í fréttaútsendingar. Inn í okkar samflot kom snemma Ásgeir Long og við gerðum myndina Eldeyjan eða "Days of Destruction" sem skilaði okkur gullverðlaunum á stórri kvikmyndahátíð í Atlanta í Bandaríkjunum um svipað leyti og yfirlýst voru goslok, hálfu ári eftir að jörðin rifnaði í Heimaey." Páll stofnaði ásamt Ernst og Ásgeiri KVIK kvikmyndagerð sem gerði fyrstu sjónvarpsauglýsingarnar hér á landi. "Við höfðum góða afkomu á þessum tíma en svo fékk ég nóg af auglýsingagerðinni, hún var hreinlega ekki spennandi lengur og ég sneri mér nær alfarið að gerð heimildarmynda."Eltu spóann til Gambíu Páll hefur gert 32 heimildarmyndir á 15 árum. "Ég hef fólk í vinnu og ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem lifir eingöngu af heimildarmyndagerð. Það sem ráðið hefur úrslitum er að myndirnar hafa farið á markað erlendis. Ef svo væri ekki þá hefði ég aldrei getað lagt svona mikið undir. Ég er farinn að treysta því að ég komi myndunum á erlendan markað. Síðustu árin hef ég haft gríðarlega góða aðstoð. Friðþjófur Helgason hefur verið hjá mér í fimm ár. Hann er aldrei latur, aldrei þreyttur og aldrei í fýlu. Ef við stoppum einhvern tíma þá er hann strax orðinn eirðarlaus. Það er þægilegt að njóta aðstoðar manns sem hefur þessa eiginleika, og er um leið góður tökumaður." Nokkrar myndir eru í vinnslu hjá Páli. Eitt verkefnið heitir Fjórar fuglasögur en það eru fjórar sjálfstæðar myndir um spóann, hrafninn, skarfinn og rjúpuna. "Í samfloti við Einar Þorleifsson sem skrifaði handrit um spóann, þennan merkilega fugl, fórum við Friðþjófur til Gambíu og Senegal í Afríku að elta fuglinn. Foreldrarnir yfirgefa landið á undan ungunum, en ungarnir rata frá Íslandi til vesturstrandar Afríku allt niður undir miðbaug. Þetta fannst mér skrýtið en ratvísi er víst innbyggð í dýr, alveg eins og skyn á fjarlægðir og stefnur sem við skynjum ekki."Leitin að venslafólki Páll hefur ferðast víða um heiminn og hefur í leiðöngrum sínum sankað að sér alls kyns munum sem eru einkennandi fyrir viðkomandi þjóðir. Hann hefur meðal annars farið til Nepal og Kenýa. "Dóttursonurinn giftist kenískri konu sem kom hingað til lands. Mér fannst ég ekki geta verið þekktur fyrir annað en að heilsa upp á venslafólkið og fór þangað. Móðurfólkið tók á móti mér á flugvellinum í Kenýa en þar sem skilnaður hafði orðið á milli foreldranna gekk mér verr að hitta föðurfólkið. Ég var í 22 daga með leigubíl að leita að því, enda hafði það ekkert heimilsfang. Þegar ég komst loks á réttan stað, uppi við Viktoríuvatn, kom hluti af ættmennunum út úr kofum, að fagna hvítum gestum." Páll segir Tonga vera skemmtilegasta stað sem hann hafi komið til. "Fyrir rúmum fimm árum var ég að leika mér með hnattlíkan og reyndi að gera mér grein fyrir hver væri stysta leiðin gegnum kúluna í þurran blett í Suður-Kyrrahafi. Og þá kom Tonga upp tvisvar sinnum. Mig langaði til að vita meira um staðinn. Ég komst á snoðir um að þarna væri líklega síðasti kóngurinn á jörðinni. Það er að segja að hann átti eyjarnar, en leigði þegnum sínum jarðarskika eða bátalægi gegn vægu verði. Ég hringdi í flugstjóra sem ég þekkti hjá Cargolux. Okkar samtal endaði með því að hann skipulagði ferð á áfangastað og kom sjálfur með." Þótt Páll sé mikill náttúruunnandi kann hann vel við borgarmenningu. "Mér leiðist ekki í fjölmenni, maður hefur alltaf eitthvað að halla sér að," segir hann. "Ég hlusta mikið á tónlist og hef yndi af jazz, og ég fer í leikhús og bíó. Ég las á tímabili allar ljóðabækur sem komu út og öll ný íslensk skáldverk. Núna hefur þetta skyndilega breyst, ég les ekkert nema Íslendingasögurnar og Laxness. Aðrar bækur ná ekki máli í samanburði. Ég hef ekki of mikinn tíma en les á hverju kvöldi og þá nægja þessar bækur mér."Hamingjan og Rúrí Páll er kvæntur listakonunni Rúrí. Verk hennar Archive - endangered waters, einskonar gagnasafn um fossa á hálendi Íslands, vakti mikla athygli á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Í framhaldi af sýningunni var henni boðið að setja upp tvær sýningar í París og sýning á verkum hennar stendur yfir í Tókíó. "Rúrí er á miklu flugi núna. Hún er hamingjusöm og henni líður mjög vel. Nú berast henni boð um að sýna og gera verk erlendis," segir Páll. "Þegar hann er spurður hvort hann hafi aðstoðað konu sína á listabrautinni segir hann: "Rúrí stofnaði með mér Kvik ehf. og vann með mér að nokkrum verkefnum sem hljóðtökumaður. Ég hef aftur myndað með henni verk sem að hluta byggjast á kvikmynd. Eins hef ég iðulega kvikmyndað það sem hún er að fást við og verkin hennar. Ég hef vitað lengi að Rúrí er afburðalistamaður og þá er sama hvaða viðmið væri tekið."Maður sem hefur ferðast svo víða, og er í miklu sambandi við náttúruna, trúir hann á Guð? "Ég er alinn upp við heilmikla kirkju- og trúrækni enda var faðir minn stofnandi og formaður KFUM í Vestmannaeyjum. Ég er ekki kirkjurækinn og bið sjaldan bænirnar nú orðið en það eru ákveðnir menn framarlega í þjóðkirkjunni sem ég hef mætur á, eins og til dæmis biskupinn. Einhvern átrúnað hef ég þó og set hann oft í samband við guðdóminn. Sköpunin öll er mér ráðgáta.Kóngurinn í Tonga Páll Steingrímsson hefur heimsótt Tonga og segir það skemmtilegasta stað sem hann hefur komið á: "Tonga er gríðarlega löng eyjakeðja, um 170 eyjar og þar býr Tupou IV, síðasti alvörukóngurinn á jörðinni. Svo vildi til að skömmu eftir að við komum til eyjanna , áttu Tongar landsleik við Hvít-Rússa í rúbbí. Í þessum leik eru engar hlífar notaðar og þegar hálftröllum sem stunda íþróttina lýstur saman verður eitthvað undan að láta. Rússarnir voru sumir höfðinu hærri en eyjaliðið og ekki árennilegir, en Tongar eru líklega sterkasta mannkyn á jörðinni," segir Páll. "Leikurinn var gríðarlega spennandi, mikið um grófar tæklingar og pústra. Aftur og aftur var ambulansinn inni á vellinum að hirða upp þá sem tognað höfðu eða lemstrast. Gríðarleg stemning var í áhorfendastúkunni þar sem kóngur trónaði efst í blómastúku, umkringdur vörðum og venslaliði. Eitthvert veður hafði hann af okkur þar sem við öskruðum okkur hása og hvöttum heimaliðið. Við vorum spurðir hvaðan við værum. Þegar við nefndum Ísland, spurði kóngur hvort það væri ekki nálægt Færeyjum. Hann hefur sjálfsagt sett það í samband við Danmörku sem hann þekkti sem konungsríki. Við vorum einnig spurðir hvaða erindi við ættum til Tonga og ég sýndi tökuvélina. Þetta spjall endaði með því að við fengum stúlku til leiðsagnar Hún útvegaði okkur að lokum kajak sem við rerum milli eyja og söfnuðum myndefni. Nú er Tupou IV orðinn 87 ára gamall ef mér reiknast rétt," segir Páll.MYND/Stefán Eddan Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fær heiðursverðlaun íslensku kvikmyndaakademíunnar í ár og er fyrsti starfandi kvikmyndagerðarmaðurinn sem hlýtur heiðursverðlaunin. Hann segist vera þakklátur og stoltur vegna þessa heiðurs sem sér falli í skaut. Magnús Magnússon fékk verðlaunin í fyrra en þeir Páll unnu saman að myndinni Örlagakyrrð (World of Solitude) sem tilnefnd er til Eddu-verðlauna í ár sem besta heimildarmyndin og Magnús fær sömuleiðis tilnefningu fyrir handritagerð myndarinnar. Páll ber mikið lof á samstarfsmann sinn. "Magnús Magnússon er magnaður persónuleiki með mikla útgeislun, um leið og hann er gríðarlega fjölhæfur. Ég hef séð örfáa menn sem hrífa áheyrendur eins og hann gerir, menn sem vilja upplýsa aðra og fræða og gera það svona listavel. David Attenborough er til dæmis einn af þessum mönnum," segir Páll.Hættuleg stefna í stóriðjumálum. Öræfakyrrð hlaut á dögunum verðlaun á kvikmyndahátíð í Pétursborg en Páll segir að þrátt fyrir það hafi myndin átt nokkuð erfitt uppdráttar: "Ég kynnti hana í Svíþjóð við litlar undirtektir og sýndi hana síðan á Panaroma hér um daginn en sjónvarpsstöðvarnar hafa ekki enn staðfest kaup á henni. Framboð til sjónvarpsstöðvanna hér heima er orðið gríðarlega mikið og þar hafa menn ekkert meiri peninga en áður, nema síður sé. Útlendu stöðvarnar bera því við að þetta sé ekki náttúrulífsmynd, heldur fjallar hún um náttúruvernd en einhvers staðar hlýtur að vera pláss fyrir þannig mynd. Ég veit að við erum að gera reginvitleysu í virkjanamálum. Allt of miklu er til kostað og of miklu raskað fyrir hæpinn ágóða. Við erum bölvaðir glannar. Það hefði verið hægt að blása lífi í atvinnuvegina án þess að kosta svo miklu til og án þess að spilla svo miklu. Magnús heldur því stíft fram í myndinni að hægt væri að gera þjóðgarð á heimsmælikvarða fyrir norðan jökul, fyrir tiltölulega lágar upphæðir miðað við þær fúlgur sem fara til virkjanaframkvæmda og því sem þeim fylgir. Slíkur þjóðgarður gæti orðið tiltölulega jafn vel sóttur og þekktustu þjóðgarðar í Bandaríkjunum."Yndi af myndlist. Páll er 74 ára gamall og hóf ekki kvikmyndanám fyrr en hann var 43 ára. Hann lauk á sínum tíma námi í Kennaraskólanum og var einn vetur við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn og samtímis við nám í dönsku Listaakademíunni. "Ég hef ætíð haft yndi af myndlist og öllu sem höfðar til myndskyns. Kvikmyndagerðin kom sem beint framhald af málaralist og ljósmyndun. Ég var í Vestmannaeyjum og þangað kom svissneskur kvikmyndagerðarmaður sem ég aðstoðaði við að komast á torsótta staði. Þegar hann kvaddi keypti ég af honum kvikmyndavélina. Árið eftir fór ég í New York University til að læra kvikmyndagerð. Það var mikill vandi á þeim tíma því ekki var hægt að fá nein námslán. Ég tók talsverða áhættu þegar ég fór vestur, fékk launalaust leyfi frá kennslu en tók bankalán til að standa undir námsdvölinni og setti þar með fjölskylduna í töluverða klemmu. En allt gekk þó upp vegna þess að ég fór mun hraðar í gegnum skólann en eðlilegt var. Þegar nemendur þóttust tilbúnir í áfangapróf létu þeir prófessorinn vita. Þetta nýtti ég mér nokkrum sinnum." Eftir rúmt ár sneri Páll heim til Íslands og fór að vinna fyrir Ríkissjónvarpið í hjáverkum. Stuttu seinna hófst eldgos í Heimaey. "Sem heimamaður fékk ég sérstakt leyfi, ásamt félaga mínum Ernst Kettler til að mynda nær ótruflaður meðan gosið stóð. Mig minnir að ég hafi haft einhvern titil á bæjarskrifstofunni, líklega fréttafulltrúi til að afsaka dvöl mína í Eyjum. Við unnum á tímabili fyrir breska fréttastofu UPITN og höfðum eitthvert kaup fyrir, en fengum um leið ómetanlegt myndefni, til eigin nota, allt sem ekki fór í fréttaútsendingar. Inn í okkar samflot kom snemma Ásgeir Long og við gerðum myndina Eldeyjan eða "Days of Destruction" sem skilaði okkur gullverðlaunum á stórri kvikmyndahátíð í Atlanta í Bandaríkjunum um svipað leyti og yfirlýst voru goslok, hálfu ári eftir að jörðin rifnaði í Heimaey." Páll stofnaði ásamt Ernst og Ásgeiri KVIK kvikmyndagerð sem gerði fyrstu sjónvarpsauglýsingarnar hér á landi. "Við höfðum góða afkomu á þessum tíma en svo fékk ég nóg af auglýsingagerðinni, hún var hreinlega ekki spennandi lengur og ég sneri mér nær alfarið að gerð heimildarmynda."Eltu spóann til Gambíu Páll hefur gert 32 heimildarmyndir á 15 árum. "Ég hef fólk í vinnu og ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem lifir eingöngu af heimildarmyndagerð. Það sem ráðið hefur úrslitum er að myndirnar hafa farið á markað erlendis. Ef svo væri ekki þá hefði ég aldrei getað lagt svona mikið undir. Ég er farinn að treysta því að ég komi myndunum á erlendan markað. Síðustu árin hef ég haft gríðarlega góða aðstoð. Friðþjófur Helgason hefur verið hjá mér í fimm ár. Hann er aldrei latur, aldrei þreyttur og aldrei í fýlu. Ef við stoppum einhvern tíma þá er hann strax orðinn eirðarlaus. Það er þægilegt að njóta aðstoðar manns sem hefur þessa eiginleika, og er um leið góður tökumaður." Nokkrar myndir eru í vinnslu hjá Páli. Eitt verkefnið heitir Fjórar fuglasögur en það eru fjórar sjálfstæðar myndir um spóann, hrafninn, skarfinn og rjúpuna. "Í samfloti við Einar Þorleifsson sem skrifaði handrit um spóann, þennan merkilega fugl, fórum við Friðþjófur til Gambíu og Senegal í Afríku að elta fuglinn. Foreldrarnir yfirgefa landið á undan ungunum, en ungarnir rata frá Íslandi til vesturstrandar Afríku allt niður undir miðbaug. Þetta fannst mér skrýtið en ratvísi er víst innbyggð í dýr, alveg eins og skyn á fjarlægðir og stefnur sem við skynjum ekki."Leitin að venslafólki Páll hefur ferðast víða um heiminn og hefur í leiðöngrum sínum sankað að sér alls kyns munum sem eru einkennandi fyrir viðkomandi þjóðir. Hann hefur meðal annars farið til Nepal og Kenýa. "Dóttursonurinn giftist kenískri konu sem kom hingað til lands. Mér fannst ég ekki geta verið þekktur fyrir annað en að heilsa upp á venslafólkið og fór þangað. Móðurfólkið tók á móti mér á flugvellinum í Kenýa en þar sem skilnaður hafði orðið á milli foreldranna gekk mér verr að hitta föðurfólkið. Ég var í 22 daga með leigubíl að leita að því, enda hafði það ekkert heimilsfang. Þegar ég komst loks á réttan stað, uppi við Viktoríuvatn, kom hluti af ættmennunum út úr kofum, að fagna hvítum gestum." Páll segir Tonga vera skemmtilegasta stað sem hann hafi komið til. "Fyrir rúmum fimm árum var ég að leika mér með hnattlíkan og reyndi að gera mér grein fyrir hver væri stysta leiðin gegnum kúluna í þurran blett í Suður-Kyrrahafi. Og þá kom Tonga upp tvisvar sinnum. Mig langaði til að vita meira um staðinn. Ég komst á snoðir um að þarna væri líklega síðasti kóngurinn á jörðinni. Það er að segja að hann átti eyjarnar, en leigði þegnum sínum jarðarskika eða bátalægi gegn vægu verði. Ég hringdi í flugstjóra sem ég þekkti hjá Cargolux. Okkar samtal endaði með því að hann skipulagði ferð á áfangastað og kom sjálfur með." Þótt Páll sé mikill náttúruunnandi kann hann vel við borgarmenningu. "Mér leiðist ekki í fjölmenni, maður hefur alltaf eitthvað að halla sér að," segir hann. "Ég hlusta mikið á tónlist og hef yndi af jazz, og ég fer í leikhús og bíó. Ég las á tímabili allar ljóðabækur sem komu út og öll ný íslensk skáldverk. Núna hefur þetta skyndilega breyst, ég les ekkert nema Íslendingasögurnar og Laxness. Aðrar bækur ná ekki máli í samanburði. Ég hef ekki of mikinn tíma en les á hverju kvöldi og þá nægja þessar bækur mér."Hamingjan og Rúrí Páll er kvæntur listakonunni Rúrí. Verk hennar Archive - endangered waters, einskonar gagnasafn um fossa á hálendi Íslands, vakti mikla athygli á Feneyjartvíæringnum í fyrra. Í framhaldi af sýningunni var henni boðið að setja upp tvær sýningar í París og sýning á verkum hennar stendur yfir í Tókíó. "Rúrí er á miklu flugi núna. Hún er hamingjusöm og henni líður mjög vel. Nú berast henni boð um að sýna og gera verk erlendis," segir Páll. "Þegar hann er spurður hvort hann hafi aðstoðað konu sína á listabrautinni segir hann: "Rúrí stofnaði með mér Kvik ehf. og vann með mér að nokkrum verkefnum sem hljóðtökumaður. Ég hef aftur myndað með henni verk sem að hluta byggjast á kvikmynd. Eins hef ég iðulega kvikmyndað það sem hún er að fást við og verkin hennar. Ég hef vitað lengi að Rúrí er afburðalistamaður og þá er sama hvaða viðmið væri tekið."Maður sem hefur ferðast svo víða, og er í miklu sambandi við náttúruna, trúir hann á Guð? "Ég er alinn upp við heilmikla kirkju- og trúrækni enda var faðir minn stofnandi og formaður KFUM í Vestmannaeyjum. Ég er ekki kirkjurækinn og bið sjaldan bænirnar nú orðið en það eru ákveðnir menn framarlega í þjóðkirkjunni sem ég hef mætur á, eins og til dæmis biskupinn. Einhvern átrúnað hef ég þó og set hann oft í samband við guðdóminn. Sköpunin öll er mér ráðgáta.Kóngurinn í Tonga Páll Steingrímsson hefur heimsótt Tonga og segir það skemmtilegasta stað sem hann hefur komið á: "Tonga er gríðarlega löng eyjakeðja, um 170 eyjar og þar býr Tupou IV, síðasti alvörukóngurinn á jörðinni. Svo vildi til að skömmu eftir að við komum til eyjanna , áttu Tongar landsleik við Hvít-Rússa í rúbbí. Í þessum leik eru engar hlífar notaðar og þegar hálftröllum sem stunda íþróttina lýstur saman verður eitthvað undan að láta. Rússarnir voru sumir höfðinu hærri en eyjaliðið og ekki árennilegir, en Tongar eru líklega sterkasta mannkyn á jörðinni," segir Páll. "Leikurinn var gríðarlega spennandi, mikið um grófar tæklingar og pústra. Aftur og aftur var ambulansinn inni á vellinum að hirða upp þá sem tognað höfðu eða lemstrast. Gríðarleg stemning var í áhorfendastúkunni þar sem kóngur trónaði efst í blómastúku, umkringdur vörðum og venslaliði. Eitthvert veður hafði hann af okkur þar sem við öskruðum okkur hása og hvöttum heimaliðið. Við vorum spurðir hvaðan við værum. Þegar við nefndum Ísland, spurði kóngur hvort það væri ekki nálægt Færeyjum. Hann hefur sjálfsagt sett það í samband við Danmörku sem hann þekkti sem konungsríki. Við vorum einnig spurðir hvaða erindi við ættum til Tonga og ég sýndi tökuvélina. Þetta spjall endaði með því að við fengum stúlku til leiðsagnar Hún útvegaði okkur að lokum kajak sem við rerum milli eyja og söfnuðum myndefni. Nú er Tupou IV orðinn 87 ára gamall ef mér reiknast rétt," segir Páll.MYND/Stefán
Eddan Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira