Halliburton aftur í kastljósið 29. október 2004 00:01 Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. John Edwards, varaforsetaefni demókrata, réðst harkalega að George W. Bush og Dick Cheney, forseta og varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að gæta hagsmuna stórfyrirtækja frekar en almennings. "Síðustu fjögur árin hafa George W. Bush og Dick Cheney notað hvert tækifæri sem hefur gefist til að úthluta greiðum og gæta sérhagsmuna vina sinna," sagði Edwards. Cheney varaforseti var háttsettur stjórnandi hjá Halliburton áður en hann varð varaforseti og hefur stjórnvöldum verið legið á hálsi að gæta hagsmuna olíufyrirtækja á kostnað almennings. "Þú getur ekki staðið með Halliburton, stóru olíufélögunum og konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu og á sama tíma barist fyrir hagsmunum bandarísks almennings," sagði Edwards. Lögreglan hóf rannsókn á Halliburton eftir að starfsmaður í samningagerð Bandaríkjahers sagði þeim að ólöglega hefði verið staðið að samningagerð við Halliburton vegna verkefna í Írak sem þeim var úthlutað án útboðs. "Þetta er versta misnotkun á úthlutunar- og samningakerfinu sem ég hef séð," sagði Bunnatine Greenhouse, yfirumsjónarmaður samninga fyrir verkfræðideild hersins, í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Stjórnendur Halliburton vísuðu ásökunum í sinn garð á bug og sögðu þær ekkert annað en áróður í kosningabaráttunni. Wendy Hall, talsmaður fyrirtækisins, benti á að eftirlitsstofnun á vegum stjórnvalda hefði komist að því að löglega hefði verið staðið að verkefni fyrirtækisins í Írak. Fyrri rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að Halliburton rukkaði Bandaríkjaher um of hátt verð fyrir eldsneyti og aðra þjónustu sem það veitti í Írak. Nýjustu kannanir Fox News Bush 50%, Kerry 45% 29. október TIPP Bush 46%, Kerry 46% 29. október Zogby Bush 47%, Kerry 47% 29. október GW/Battleground Bush 51%, Kerry 46% 29. október Washington Post Bush 49%, Kerry 48% 28. október
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent