Dýrustu kosningar sögunnar 28. október 2004 00:01 Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. Það eru ekki ný sannindi að kosningar í Bandaríkjunum séu dýrar og fjárausturinn mikill. En kosningarnar í ár slá öll met. Það stefnir í að frambjóðendurnir, stjórnmálaflokkarnir og tengdir hópar, safni 1,2 milljörðum dollara fyrir slaginn í ár. Það samsvarar 83 milljörðum króna. Peningarnir vaxa ekki á trjám heldur þarf að safna þeim einhvers staðar, t.d. hjá fyrirtækjum. Aðspurður hvaða áhrif það hafi, t.a.m. á lýðræðið, segir Alex Knott hjá Center for Public Integrity að oft opni þetta aðgang að viðkomandi. Til dæmis skipaði Bush marga helstu styrkjendur sína í vinnuhópa sem höfðu áhrif á lagasetningu sem síðan hafði áhrif á fyrirtæki þeirra. Framtil þessa hafa helstu bakhjarlar Kerrys verið lobbýistar á vegum símfyrirtækja, og Kerry hefur lagt fram fjölda tillagna og frumvarpa á þingi sem eru hagstæð þessum fyrirtækjum. Stærstu bakhjarlar hans nú eru Kaliforníuháskóli, Harvard-háskóli, Time Warner risinn, sem meðal annars á kvikmyndaver, plötuútgáfu og fréttastöðina CNN, fjárfestingarbankinn Goldman Sachs og Microsoft Bush hefur notið stuðnings sömu bakhjarla nánast allan sinn stjórnmálaferil en það eru einkum fjármálastofnanir og stjórnendur þeirra sem heitið hafa stuðningi við Bush. Þeir stærstu núna eru Morgan Stanley, Merrill Lynch, PriceWaterhouseCoopers - allt fjárfestingabankar -, UBS America, bandaríska útibú stórs alþjóðlegs svissnesks banka, og Goldman Sachs. Athygli vekur að meðal tíu stærstu bakhjarla forsetaframbjóðendanna eru fjórir sem styðja báða: Morgan Stanley, Citigroup, UBS og Goldman Sachs. Það eru heldur engar smáfjárhæðir sem Bush og Kerry höfðu safnað samkvæmt tölum bandaríska kosningaeftirlitsins. Í lok september hafði Bush safnað tuttugu og fimm milljörðum króna og Kerry um tuttugu og tveimur milljörðum króna. Sjálfir eru frambjóðendurnir heldur ekki á flæðiskeri staddir, nema að síður sé. Kerry og eiginkona hans, Teresa Heinz Kerry, eru metin á 747 milljónir dollara, eða tæpa 52 milljarða króna. Meginþorri þessa tilheyrir þó Teresu en ekki John Kerry. Dick Cheney er heldur ekki blankur. Hann græddi vel á starfsárum sínum hjá Halliburton og er metinn á ríflega 111 milljónir dollara, eða um 7,7 milljarða króna. John Edwards var einhver farsælasti málaflutningsmaður Bandaríkjanna áður en hann hóf afskipti af stjórnmálum og hann er metinn á 44,6 milljónir dollara, ríflega þrjá milljarða króna. Og loks kemur Bush forseti, síðastur á listanum, metinn á 18,9 milljónir dollara, aðeins 1300 milljónir króna. Þeir eru sem sagt allir milljarðamæringar á íslenskan mælikvarða. En ef svona mikla peninga þarf til að bjóða sig fram, eiga þá engir aðrir en milljónamæringar möguleika á því? Alex Knott segir það verða sífellt erfiðara. Hann segir aðeins nokkrar undatekningar á því að venjulegir borgarar geti boðið sig fram nú til dags.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira