Erlent

Berjast um atkvæðin

John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma". Frambjóðendurnir einbeittu sér að miðvesturríkjunum í gær. Báðir fóru þeir til Ohio þar sem þeir mælast hnífjafnir í skoðanakönnunum. 20 kjörmenn eru í pottinum í ríkinu og því eftir miklu að slægjast. Kerry sagði tími til kominn að Bush færi að axla ábyrgð á gjörðum sínum, nokkuð sem hann hefði ekki gert síðan hann varð forseti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×