Engin skólagjöld Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. október 2004 00:01 Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Skólagjöld - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Stefna Framsóknarflokksins er skýr varðandi skólagjöld í ríkisreknum háskólum: engin skólagjöld. Í samþykkt síðasta flokksþings, sem haldið var í febrúar 2003, segir orðrétt um þetta: "Almenn skólagjöld verði ekki tekin upp í grunnskólum og framhaldsskólum, né í ríkisreknum háskólum". Spyrja má, nær afstaða flokksins aðeins til grunnnáms í ríkisreknum háskóla þannig að varðandi framhaldsnám sé flokkurinn fylgjandi skólagjöldum eða hafi a.m.k. ekki hafnað þeim. Svarið er ótvírætt nei við báðum spurningunum. Flokksþingið vísaði frá tillögu um að bæta við orðunum "í grunnnámi" í ályktunina. Hún hefði þá hljóðað: "né í grunnnámi í ríkisreknum háskólum". Breytingartillagan hefði dregið úr aðaltillögunni, þannig að hún væri ekki eins víðtæk og afdráttarlaus. Andstaðan við breytingartillöguna var svo mikil að ekki var heimilað að mæla fyrir henni og ekki mátti ræða hana í umræðunum, tillögunni var umsvifalaust vísað frá með dagskrártillögu sem Dagný Jónsdóttir flutti og flestir viðstaddir forystumenn flokksins studdu. Skýrari afstöðu er ekki hægt að sýna til málsins. Staðan er þá sú að hendur forystumanna flokksins og þingmanna eru algerlega bundnar í þessu máli. Þeir geta ekki hvikað frá samþykktri stefnu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru ekki boðuð skólagjöld og reyndar hvergi á þau minnst. Þar stendur að meðal helstu markmiða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á kjörtímabilinu sé: að tryggja öllum jöfn tækifæri til náms án tillits til búsetu og efnahags. Stjórnarsáttmálinn var samþykktur í miðstjórn flokksins, og í honum felast engar heimildir til þess að víkja frá samþykktri stefnu flokksþingsins 2003. Nú er spurt er Framsóknarflokkurinn tilbúinn til þess að taka upp skólagjöld í sameinuðum háskóla Tækniháskólans og Háskóla Reykjavíkur? Verði nýi háskólinn ríkisrekinn er svarið skýrt og ótvírætt nei. Flokkurinn getur ekki staðið að því nema þá að sækja áður nýja stefnu til næsta flokksþings. Verði nýi skólinn ekki ríkisrekinn háskóli þá þarf fyrst að ákveða hvort ríkið selji Tækniháskólann eða eigi hann áfram og leggi skólann með gögnum og gæðum inn í nýjan skóla sem yrði til úr þeim báðum. Ef ríkið selur Tækniháskólann er um dæmigerða einkavæðingu að ræða og það er alveg nýr flötur. Framsóknarflokkurinn hefur ekkert gefið undir fótinn með einkavæðingu í skólakerfinu og það á eftir að ákveða stefnuna. Niðurstaðan er þá að flokkurinn getur ekki staðið að slíku nú. Þá er það síðasti kosturinn, sameinaður skóli sem er ekki ríkisrekinn. Hugsanlega má koma sér undan formlegri samþykkt flokksþings með þeirri leið, en ég held að fæstum muni blandast hugur um að þar væri aðeins verið að fara í kringum samþykktina og opna fyrir almenn skólagjöld í öllu háskólanámi. Til dæmis með því að sameina svo Verkfræði- og raunvísindadeild H.Í við hinn sameinaða skóla, eða sameina lagadeild H.Í við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Þessi leið gengur ekki heldur. Niðurstaðan úr öllum möguleikum er sú sama, að óbreyttri stefnu flokksins getur hann ekki staðið að því að taka upp almenn skólagjöld. Einfalt og skýrt. Engin skólagjöld.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun