Bíó og sjónvarp

EDDA 2004: Netkosning hafin á Vísi

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) kynnti í gær tilnefningar til Edduverðlaunanna 2004. Þá hófst einnig Netkosning hér á Vísi en almenningi gefst eingöngu kostur á að kjósa á Vísi.

Á sérstöku vefsvæði sem opnað hefur verið á Vísi er að finna upplýsingar um tilnefningar í ár, sigurvegara fyrri ára og aðrar upplýsingar sem tengjast Edduverðlaununum.  Þá verður á Vísi hægt að horfa á beina útsendingu kynningarþátta um Edduverðlaunin. Þættirnir eru fimm og verða þeir sýndir dagana 8. – 12. nóvember.

Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar.

Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einn úr 33 manna hópi. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun.

Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til klukkan 14:00 laugardaginn 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.

Fara á EDDU-vef Vísis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.