Misbeita ríkisvaldi vegna R-lista 25. október 2004 00:01 Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Sveitarfélögin fá ekki auknar tekjur á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn og Reykjavíkurlistinn er við völd í Reykjavík. Þetta segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann segir fjölda fólks hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin fáist ekki í viðræður um verkefni í borginni af því að Reykjavíkurlistinn sé við völd. "Meint fjármálaóstjórn Reykjavíkurlistans hefur verið aðalstefið hjá sjálfstæðismönnum í minnihluta borgarstjórnar og á meðan svo er munu ráðherrar sjálfstæðismanna ekki hreyfa litla fingur til að auka tekjur sveitarfélaganna. Það gæti veikt málstað flokksbræðra þeirra í borginni." Þetta segir Stefán vera misbeitingu ríkisvaldsins. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram næsta mánudag og er búist við því að þar verði hart deilt á ríkisstjórnina vegna tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Í minnisblaði sem Þórólfur Árnason, borgarstjóri, sendi fjárlaganefnd Alþingis í haust, rekur hann þau atriðið sem að hans mati mættu betur fara í tekjuskiptingu ríkis og borgarinnar. Þar kemur fram að kennsla í grunnskólum Reykjavíkur hafi aukist um sem svarar tveimur árum vegna lengingar skóladags og skólaárs. Á meðan hafi ríkið sparað sér ríflega 700 milljónir króna á ári með því að láta grunnskólana taka að sér verkefni framhaldsskólans. Þá segir borgarstjóri að tilteknar ríkisstofnanir séu undanþegnar fasteignaskatti. Með því verði borgin af skatttekjum sem nemi tæpum hálfum milljarði króna frá ríkinu á ári. Húsaleigubætur hafi líka í auknum mæli lent á borginni eftir að ríkið hóf að greiða fasta árlega upphæð í stað ákveðins hlutfalls af bótunum eins og tíðkaðist áður. Útgjöld borgarinnar verði því 720 milljónir á þessu ári og hafa hækkað um sjötíu prósent frá árinu 2002. Borgarstjórinn telur einnig til skuldbindingar ríkisins vegna EES samningsins og segir þær hafa kostað borgina mikið fé. Að lokum telur borgarstjórinn upp ný lög um einkahlutafélög sem leiði til þess að sveitarfélögin verði af rúmum milljarði króna á ári.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira