Bíó og sjónvarp

Stuttmynd ársins

Bjargvættur 

Leikstjórn: Erla B. Skúladóttir

Framleiðandi: Morning Mood Films/Erla B. Skúladóttir

Söguþráður sem vefur saman á velheppnaðan hátt upplifun og svör stúlku á mótum bernsku og unglingsára sem reynir á sjálfri sér skeytingarleysi, áreitni og einmanakennd en finnur því öllu farveg.  

Móðan 

Leikstjórn: Jón Karl Helgason

Framleiðandi: JKH-kvikmyndagerð/Jón Karl Helgason

Teflt er saman andstæðum á snjallan hátt í kringum lítið en afdrifaríkt atvik.  

Síðustu orð Hreggviðs 

Leikstjórn: Grímur Hákonarson

Framleiðandi: Boris Film/Eyjólfur Eyvindarson

Frumlegur útúrsnúningur á íslenskri daugasagnahefð.   

Síðasti bærinn 

Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson

Framleiðandi: ZikZak kvikmyndir

Mynd sem ítrekar að engin sátt hefur myndast um það hvernig ellinni skuli varið í samfélagi okkar. Þarna er gripið til örþrifaráðs sem afhjúpar þrjósku, - er hún af jákvæðum eða neikvæðum toga?  

Vín hússins 

Leikstjórn: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson    

Framleiðandi: Markell

Glaðhlakkaleg og sakleysisleg mynd um aðstæður sem að mörgu leyti eru nöturlegar og grafalvarlegar.

Sjá kynningarmyndband um tilnefningar hér að neðan







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.