Samspil minninga og ljósmynda 24. október 2004 00:01 Samspil minninga og ljósmynda er umfjöllunarefni sýningar sem hófst nú um helgina í Þjóðminjasafninu. Hún sýnir að í gegnum áratugina hefur ljósmyndin ein og sér ekki dugað fólki til að minnast ástvina sinna. Myndirnar sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu eiga það sameiginlegt að ýmislegt tengt persónununum sem á þeim eru hefur verið samofið ljósmyndinni. Í mörgum tilfellum eru þetta hár en stundum eru þetta efnisbútar úr klæðum þeirra sem á myndunum eru. Þessi sýning var fyrst sett upp í Van Gogh safninu í Amsterdam en hefur síðan verið sýnd víðsvegar um heiminn. Ástralinn Geoffrey Batchen kennir listasafnsfræði í New York. Hann er heillaður af viðfangsefninu og hefur skrifað bók um ljósmyndir og minningar sem heitir Gleym mér ei. Hann segir sýninguna um það hvernig við minnumst einstaklinga. Yfirleitt höldum við að ljósmyndir séu bestar til að muna eftir ástvinum okkar. Í þessari sýningu sjáum við hins vegar að margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ljósmyndin sjálf sé ekki góð til að viðhalda minningunni og ákveðið að gera eitthvað við myndina til að gera hana áhrifameiri. Fólk hafi því skreytt þær með mannshári, vaxblómum, málningu, fiðrildavængjum, skrifuðum texta eða öðrum ljósmyndum - allt til að gera minninguna sterkari. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Samspil minninga og ljósmynda er umfjöllunarefni sýningar sem hófst nú um helgina í Þjóðminjasafninu. Hún sýnir að í gegnum áratugina hefur ljósmyndin ein og sér ekki dugað fólki til að minnast ástvina sinna. Myndirnar sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu eiga það sameiginlegt að ýmislegt tengt persónununum sem á þeim eru hefur verið samofið ljósmyndinni. Í mörgum tilfellum eru þetta hár en stundum eru þetta efnisbútar úr klæðum þeirra sem á myndunum eru. Þessi sýning var fyrst sett upp í Van Gogh safninu í Amsterdam en hefur síðan verið sýnd víðsvegar um heiminn. Ástralinn Geoffrey Batchen kennir listasafnsfræði í New York. Hann er heillaður af viðfangsefninu og hefur skrifað bók um ljósmyndir og minningar sem heitir Gleym mér ei. Hann segir sýninguna um það hvernig við minnumst einstaklinga. Yfirleitt höldum við að ljósmyndir séu bestar til að muna eftir ástvinum okkar. Í þessari sýningu sjáum við hins vegar að margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ljósmyndin sjálf sé ekki góð til að viðhalda minningunni og ákveðið að gera eitthvað við myndina til að gera hana áhrifameiri. Fólk hafi því skreytt þær með mannshári, vaxblómum, málningu, fiðrildavængjum, skrifuðum texta eða öðrum ljósmyndum - allt til að gera minninguna sterkari.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira