Innlent

Menntun vanmetin

"Kennaraverkfallið sem enn stendur yfir er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélagi okkar um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skuli vera," sagði Páll Skúlason háskólarektor við brautskráningu stúdenta frá Háskóla Íslands í gær. "Vandinn sem við stöndum hér frammi fyrir virðist mér stafa af röngu gildismati í samfélagi okkar á því sem mestu skiptir fyrir velferð okkar og komandi kynslóða. Við vanmetum einfaldlega gildi menntunar fyrir sjálf okkur og þjóðfélagið í heild og teljum ranglega að það sé hægt að halda uppi góðu menntakerfi með miklu minni tilkostnaði en mögulegt er í reynd," sagði Páll Skúlason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×