Viðskipti innlent

Flugleiðir keyptu í easyJet

Flugleiðir hafa keypt 8,4% hlutabréfa í easyJet sem er annað af tveimur stærstu lággjaldaflugfélögum í Evrópu. Ársvelta félagsins er tæplega 130 milljarðar króna á ári og hagnaður um níu milljarðar króna síðastliðið ár. Verð hlutabréfa í easyJet eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í fjárfestingarstefnu félagsins sem feli meðal annars í sér að fjárfesta í greinum þar sem félagið hefur sérþekkingu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×