Sauðvitlausir fulltrúar fólksins 21. október 2004 00:01 Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði skrifar þrumandi grein í Moggann í dag líkt og hans er von og vísa. Eiríkur sem er fyrrverandi sveitarstjórnarmaður fyrir austan, nú fluttur í bæinn, lýsir því hvernig sveitarstjórnir landsins glæptust til að taka að sér grunnskólann - létu ríkið plata sig vill hann meina. Lýsingar Eiríks á samningaviðræðunum þar sem þetta gerðist eru heldur betur skrautlegar. Greinin ber yfirskriftina "Forystumenn sveitarfélaga - þið eruð erkifífl!" - segir þar meðal annars: "En hvað skyldi landsbyggðarliðið sem komið var langa leið til Reykjavíkur fyrir sitt fólk, til að ræða framtíð þess, hafa lagt til málanna? Ekki neitt, akkúrat ekki neitt. Þessir snillingar sátu bara í sætum sínum og kjöftuðu hver við annan og létu ekki í ljós skoðun sína, hvorki með né á móti, þeir sátu bara og sötruðu kaffið sitt eða voru frammi á göngum og sumir ekki einu sinni á staðnum. Þeir hefðu betur setið heima hjá sér og bullað um veðrið í einhverju eldhúshorni. Á meðan þögn minni sveitarfélaganna ríkti svo heyra mátti saumnál detta þá tróðu valdamiklir menn þessum málaflokkum inn til misfátækra sveitarfélaga og það grátlega var að fólkið sem þar bjó hafði aldrei beðið um þessa tilfærslu og það hafði aldrei verið spurt hvað það vildi. Það voru hinir sauðvitlausu fulltúar þeirra sem fóru fram á þetta, þrátt fyrir að vitað var um mikinn vanda, fólksflótta, samdrátt og minnkandi tekjur hjá mörgum sveitarfélögum." --- --- --- Ég á frænda á grunnskólaaldri sem lafir í tölvu með vinum sínum allan daginn. Sum af framtakssamari börnunum hittir maður í sundi. Önnur eru líklega í einhvers konar heimanámi hjá foreldrum sínum. Í portinu á Landakotsskóla eru börn að leik eins og ekkert hafi í skorist - það telst vera einkaskóli. Það er hægt að hafa um þetta hátíðleg orð líkt og heimspekingurinn sem skrifaði í Moggann um daginn og sagði að "föruneyti barnsins hefði brugðist". Ástandið er til háborinnar skammar. Biskupinn talar um brenglað verðmætamat - og kannski tilefni til. Annars er ég prinsippíelt hlynntur verkföllum. Ég held að stéttin sem ég tilheyri væri betur sett ef hefði verið farið í fleiri en ekki færri verkföll - við höfum alltof oft látið gróðapunga svína á okkur. Ég get heldur ekki séð að kröfur kennara séu neitt brjálæðislegar - langt í frá. Fólk á að fá að selja vinnu sína eins og annað og krefjast almennilegs verðs fyrir hana. Ef, líkt og ég las í tímaritinu Newsweek um daginn, fylgifiskar alþjóðavæðingarinnar eru minnkandi starfsöryggi, undirboð á vinnumarkaði, lélegri tryggingar og styttri frí, þá mun ekki veita af verkalýðshreyfingu til að verjast gegn auðvaldinu. Allavega er þetta þróunin sem blasir við í Ameríku og kannski bráðum hérna - eða sjáið bara aðfarirnar við Kárahnjúka. --- --- --- Ekki getur maður annað en tekið ofan fyrir Þresti Þórssyni lögmanni sem hefur í frítíma sínum sett saman skipulagstillögur fyrir hafnarsvæðið í Reykjavík - mikinn pakka upp á fjölda blaðsíðna. Þetta birtir hann á vef sínum, slóðin er simnet.is/trosturt. Sjálfur segir Þröstur í bréfi sem fylgir með tillögunum: "Ég er ekki ýkja hrifinn af þeim skipulagshugmyndum sem kynntar hafa verið um svæðin fyrir sunnan Gömlu höfnina í Reykjavík sem venjulega eru kennd við Mýrargötu og Slipp annars vegar og Austurhöfn og Miðborg hins vegar. Einkum fannst mér hugmyndirnar að Austurhafnarsvæðinu dapurlegar. Mín fyrstu viðbrögð voru undrun yfir því að mönnum skuli hafa tekist að gera svo óspennandi og geldar tillögur. Næsta hugsun var sú að reyna að gera betur sjálfur. Ég tók sjálfan mig á hugsuninni og hóf að búa til eigin skipulagstillögu. Verkinu er loks lokið og afraksturinn er 43 blaðsíðna greinargerð. Ég stend í þeirri sjálfumglöðu trú að mínar tillögur séu mun betri en þær sem nú er unnið eftir..." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Eiríkur Stefánsson frá Fáskrúðsfirði skrifar þrumandi grein í Moggann í dag líkt og hans er von og vísa. Eiríkur sem er fyrrverandi sveitarstjórnarmaður fyrir austan, nú fluttur í bæinn, lýsir því hvernig sveitarstjórnir landsins glæptust til að taka að sér grunnskólann - létu ríkið plata sig vill hann meina. Lýsingar Eiríks á samningaviðræðunum þar sem þetta gerðist eru heldur betur skrautlegar. Greinin ber yfirskriftina "Forystumenn sveitarfélaga - þið eruð erkifífl!" - segir þar meðal annars: "En hvað skyldi landsbyggðarliðið sem komið var langa leið til Reykjavíkur fyrir sitt fólk, til að ræða framtíð þess, hafa lagt til málanna? Ekki neitt, akkúrat ekki neitt. Þessir snillingar sátu bara í sætum sínum og kjöftuðu hver við annan og létu ekki í ljós skoðun sína, hvorki með né á móti, þeir sátu bara og sötruðu kaffið sitt eða voru frammi á göngum og sumir ekki einu sinni á staðnum. Þeir hefðu betur setið heima hjá sér og bullað um veðrið í einhverju eldhúshorni. Á meðan þögn minni sveitarfélaganna ríkti svo heyra mátti saumnál detta þá tróðu valdamiklir menn þessum málaflokkum inn til misfátækra sveitarfélaga og það grátlega var að fólkið sem þar bjó hafði aldrei beðið um þessa tilfærslu og það hafði aldrei verið spurt hvað það vildi. Það voru hinir sauðvitlausu fulltúar þeirra sem fóru fram á þetta, þrátt fyrir að vitað var um mikinn vanda, fólksflótta, samdrátt og minnkandi tekjur hjá mörgum sveitarfélögum." --- --- --- Ég á frænda á grunnskólaaldri sem lafir í tölvu með vinum sínum allan daginn. Sum af framtakssamari börnunum hittir maður í sundi. Önnur eru líklega í einhvers konar heimanámi hjá foreldrum sínum. Í portinu á Landakotsskóla eru börn að leik eins og ekkert hafi í skorist - það telst vera einkaskóli. Það er hægt að hafa um þetta hátíðleg orð líkt og heimspekingurinn sem skrifaði í Moggann um daginn og sagði að "föruneyti barnsins hefði brugðist". Ástandið er til háborinnar skammar. Biskupinn talar um brenglað verðmætamat - og kannski tilefni til. Annars er ég prinsippíelt hlynntur verkföllum. Ég held að stéttin sem ég tilheyri væri betur sett ef hefði verið farið í fleiri en ekki færri verkföll - við höfum alltof oft látið gróðapunga svína á okkur. Ég get heldur ekki séð að kröfur kennara séu neitt brjálæðislegar - langt í frá. Fólk á að fá að selja vinnu sína eins og annað og krefjast almennilegs verðs fyrir hana. Ef, líkt og ég las í tímaritinu Newsweek um daginn, fylgifiskar alþjóðavæðingarinnar eru minnkandi starfsöryggi, undirboð á vinnumarkaði, lélegri tryggingar og styttri frí, þá mun ekki veita af verkalýðshreyfingu til að verjast gegn auðvaldinu. Allavega er þetta þróunin sem blasir við í Ameríku og kannski bráðum hérna - eða sjáið bara aðfarirnar við Kárahnjúka. --- --- --- Ekki getur maður annað en tekið ofan fyrir Þresti Þórssyni lögmanni sem hefur í frítíma sínum sett saman skipulagstillögur fyrir hafnarsvæðið í Reykjavík - mikinn pakka upp á fjölda blaðsíðna. Þetta birtir hann á vef sínum, slóðin er simnet.is/trosturt. Sjálfur segir Þröstur í bréfi sem fylgir með tillögunum: "Ég er ekki ýkja hrifinn af þeim skipulagshugmyndum sem kynntar hafa verið um svæðin fyrir sunnan Gömlu höfnina í Reykjavík sem venjulega eru kennd við Mýrargötu og Slipp annars vegar og Austurhöfn og Miðborg hins vegar. Einkum fannst mér hugmyndirnar að Austurhafnarsvæðinu dapurlegar. Mín fyrstu viðbrögð voru undrun yfir því að mönnum skuli hafa tekist að gera svo óspennandi og geldar tillögur. Næsta hugsun var sú að reyna að gera betur sjálfur. Ég tók sjálfan mig á hugsuninni og hóf að búa til eigin skipulagstillögu. Verkinu er loks lokið og afraksturinn er 43 blaðsíðna greinargerð. Ég stend í þeirri sjálfumglöðu trú að mínar tillögur séu mun betri en þær sem nú er unnið eftir..."