Innlent

Kjarabarátta sem þarf að heyja

"Ég ætla að vona að kennararnir standi sig enda er þetta kjarabarátta sem þarf að heyja. Ég er hrifinn af því sem kennarar eru að gera og samtakamáttur þeirra er mikill," segir Birgir. "Kennararnir virðast standa allir sem einn í þessari deilu og mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar. Allir launþegar ættu að gera það," segir hann. Birgir segist vona að kennarar fái kröfur sínar uppfylltar í deilunni. Þeir eigi fyllilega skilið þá hækkun sem þeir eru að fara fram á. Aðspurður segir Birgir það fáránlegt ef sett yrðu lög gegn verkfallinu. "Við höfum oft orðið fyrir þessu sjálfir, sjómenn, og lent í miklum slag vegna þess," segir Birgir. "Það stendur aldrei á þingmönnum og ráðherrum þegar þeir þurfa hærri laun sjálfir. Þá rennur allt í gegn og enginn segir orð. En þegar einhver, eins og kennarar, ætlar að fá meira salt í grautinn verður allt vitlaust. Ráðamenn ættu að hugsa sinn gang," segir Birgir og bendir jafnframt á að laun hafi verið hækkuð hjá framhaldsskólakennurum. "Sveitarfélögin verða að leggja fram meira fé til skólanna. Þau eru búin að gera samning við ríkið og sá samningur á að standa. Það þýðir ekki fyrir sveitarfélögin að væla vegna þess og kenna öðrum um að ekki sé hægt að leysa deiluna," segir Birgir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×