Á að leyfa eða banna? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 20. október 2004 00:01 Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru til stofnfrumurannsókna um að með þeim sé hægt að finna lækningu á sjúkdómum svo sem Parkinson, Alzheimer eða mænuskemmdum. Stofnfrumur eru frumur sem geta þróast í aðrar frumur líkamans, svo sem blóðfrumur, taugafrumur eða aðrar þær frumur sem ekki endurnýja sig sjálfar. Þær stofnfrumur sem notaðar eru í slíkar rannsóknir geta verið teknar úr fullorðnum einstaklingum, fósturvísum eða naflastrengjum. Rannsóknir með stofnfrumur úr fullorðnum einstaklingum hafa valdið minni deilum, en þar sem þær endurnýja sig síður en stofnfrumur út fósturvísum vilja vísindamenn síður notast við þær. Hér á landi eru allar rannsóknir og tilraunir á fósturvísum óheimilar, nema í vissum tilfellum eins og til dæmis ef þær eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta. Undir þessum lögum er því hægt að stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi með sérstöku leyfi. Þó er ekki heimilt að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir og eingöngu má rækta fósturvísa í 14 daga. Litlar opinberar umræður hafa verið hér á landi um siðferði fósturvísarannsókna og stofnfrumurannsókna. Hugsanlega eru tvenns konar ástæður fyrir því. Annars vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir muni aldrei komast á flug vegna þess hér eru litlar sem engar deilur um fóstureyðingar. Því eru Íslendingar ekki upp til hópa að deila um það hvort manneskjur verði til við getnað, fæðingu eða einhvers staðar þar á milli. Deilur um fósturvísarannsóknir annars staðar eru í beinu framhaldi af slíkum deilum. Hins vegar er mögulegt að umræður um fósturvísarannsóknir verði ekki háværar vegna þess að undanfarin ár hafa svo gott sem allar umræður um lífsiðfræði snúist um gagnabankamál Íslenskrar Erfðagreiningar og sumir vilja meina að öll sú orka sem fór í þá umræðu hafi hreinlega drepið niður allar aðrar umræður sem snúa að siðfræði vísinda hér á landi. Það er mjög gott markmið að vilja lækna sjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar verður að hafa það í huga að stofnfrumurannsóknir eru mjög dýrar og því er það alltaf spurning hvort eyða eigi opinberu fé í slíkt, þegar mikil óvissa er um niðurstöðurnar. Það þarf að huga að því hvaðan fósturvísar í slíkar rannsóknir koma. Þrátt fyrir hugmyndir um að notast við ónýtta fósturvísa sem framleiddir eru til tæknifrjóvgunar og væri annars eytt, hafa vísindamenn erlendis talað um að það verði ekki nægjanlega margir sem munu leyfa slíka notkun á fósturvísum sínum. Það er þrátt fyrir að hver fósturvísir bjóði upp á miklar stofnfrumurannsóknir. Einnig þarf að hafa í huga að takmarka eigi fósturvísarannsóknir við ákveðnar tegundir rannsókna, til dæmis til að viðhalda banni á einræktun. Á slíkt bann einungis að taka til einræktunar heillra manneskja, eða á einnig að banna einræktun á ákveðnum líffærum ef þróun rannsókna sýni að slíkt verði möguleiki? Þrátt fyrir að Íslendingar séu víðsýnir þegar kemur að vísindum og vilji helst ekki setja þeim takmörk, þarf stundum að staldra við og ræða hvers konar rannsóknir við viljum. Þar sem stærstur hluti rannsóknarfés kemur úr opinberum sjóðum þarf einnig að eiga sér stað umræða um það hvernig við viljum að slíku fé sé ráðstafað.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar