Krefst tveggja ára fangelsisdóms 19. október 2004 00:01 Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Saksóknari í líkfundarmálinu krefst, að sakborningarnir þrír verði hver um sig dæmdir til að sæta að lámarki tveggja ára fangelsi, við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn fremur taldi saksóknari tveggja og hálfs árs fangelsi vera hæfilega refsingu. Tveir sakborninga, þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar Sigurðarson mættu í dómsal í gær en Tomas Malakauskas mætti ekki. Óku fram hjá spítala Bæði Grétar og Tomas segja Vaidas ekki hafa viljað læknishjálp áður enn hann lést og ekki hafi hvarflað að þeim að hann væri að deyja. Burt sé frá því hvort vinisburður þeirra Grétars og Tomasar um að Vaidas hafi neitað læknishjálp sé réttur segir saksóknari að þeim hefði mátt vera ljóst að Vaidas hafi verið í lífsháska. Saksóknari segir sakborningana ekki hafa haft nein alvarleg áform um að koma Vaidasi undir læknishendur. Til dæmis hafi þeir ekið, með Vaidas í bílnum, fram hjá Landsspítalanum í Fossvogi skömmu áður en hann lést. Krefjast sýknu og vægrar refsingar Verjandi Grétars krefst að hann verði sýknaður af innflutningi fíkniefnanna sem Vaidas Jucevicus smyglaði innvortis til landsins. Hann segir þátttöku Grétar ekki hafa komið til fyrr en fíkniefnin hafi verið komin til landsins og þá hafi brotið verið fullframið. Verjendur allra sakborninga fóru fram á að skjólstæðingar þeirra yrðu sýknaðir af því að hafa ekki komið manni í lífshættu til hjálpar. Þeim hefðu alls ekki verið ljóst um lífsháska Vaidasar. Vaidas hafi verið með fullri meðvitund þar til örfáum mínútum áður en hann lést og að hann hafi sjálfur haft alla möguleika á að leita sér sjálfur hjálpar. Verjandi Jónasar Inga krefst að hann verði sýknaður að mestu. Eini þáttur hans í innflutningi fíkniefnanna hafi verð að halda á skilti með nafni Vaidasar í Leifsstöð eftir að hann hafi komið úr tollskoðun. Jónas hafi ætlað að taka á móti honum en það hafi ekki gengið eftir þar sem þeir hafi farið á mis. Þá hafi hann enga hugmynd haft um fíkniefnin. Segir refsingu í umfjöllun fjölmiðla Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jónasar Inga, segir marga lögreglumenn hafa unnið að málinu sem í fyrstu hafi virst vera kaldrifjað morð. Sjaldan hafi verið eytt jafn miklu púðri í mál sem síðan reyndist vera minniháttar og segir hann slíkt ekki mega hafa áhrif á ákvörðun refingar. Eins segir hann sakborningum nú þegar hafa verið refsað með svakalegri umfjöllun fjölmiðla og myndbirtingu og til þess megi horfa við ákvörðun refsingar. Saksóknari var allskostar ekki sammála Sveini Andra og sagði engin fordæmi vera fyrir því að umfjöllun fjölmiðla gæti mildað refsingu. Þá benti hann líka á að sakborningar hefðu verið sæknir í fjölmiðla. Líkið fannst fyrir tilviljun Kafari fann lík Vaidasar Juceviciusar í höfninni við netagerðabryggjuna í Neskaupstað fyrir tilviljun þann ellefta febrúar síðastliðinn. Á líkinu fundust fimm stungusár. Tveimur dögum síðar fundust 223 grömm af metamfetamíni í iðrum líksins. Ekki var vitað hver hinn látni væri fyrr en níu dögum eftir að hann fannst. 16. febrúar gáfu sakborningarnir þrír sig fram hjá lögreglu vegna fréttar í Fréttablaðinu þess efnis að þeir væru grunaðir en þeim var sleppt skömmu síðar. Fjórum dögum seinna voru þeir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í framhaldinu. Þann 27. febrúar kom játning Grétars fram.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira