Öftust í forgangsröðinni 18. október 2004 00:01 Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira