Sjálfstæðismenn nota verkfallið 16. október 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann flytur í þessum töluðu orðum á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnr. Hann segir jafnframt að krafa manna sem tilheyra sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform sé ekkert annað en krafa um einkavæðingu. Ræða Össurar Skarphéðinssonar í heild:Kæru félagar, kæru vinir.Þessi fundur flokkstjórnar Samfylkingarinnar er haldinn í skugga erfiðs og langvinns verkfalls. Kennarar í grunnskólum hafa bráðum verið í verkfalli í heilan mánuð. Ríflega 30 þúsund fjölskyldur eiga börn í grunnskólum. Það þýðir að daglegt líf næstum þriðjungs allra heimila í landinu er í uppnámi og það virðast engar lyktir fyrirsjáanlegar. Við, verkfallspabbar og – mömmur sem stundum þurfum að bjarga málum frá klukkustund til klukkustundar, getum auðvitað vorkennt sjálfum okkur. En það eru börnin sem lenda í mestu róti og raski. Það er ekki síst vegna þeirra sem það er hreint út sagt átakanlegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherrann segir að málið komi sér ekki við. Fjármálaráðherrann yppir öxlum. Menntamálaráðherrann fer í felur. Á mánudaginn hefst fimmta vika verkfallsins en ríkisstjórnin er einsog strútur sem stingur höfðinu í sandinn. Hún sér ekki út úr augunum. Hún er stikkfrí. Stikkfrístjórnin finnur ekki til þegar 4,300 kennarar eru í verkfalli. Stikkfrístjórnin finnur ekki til þegar 45 þúsund grunnskólabörn eru án skóla. Það er ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu: "Verkfallið kemur mér ekki við." Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðusveitarfélaganna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði í fjölmiðlum: Höfuðatriðið í þessu máli er sanngjörn tekjuskipting sveitarfélaganna og ríkisvaldsins. Það er hárrétt hjá Lúðvík. Í því liggur lykill að frambúðarlausn. Hér er hins vegar meira í húfi en einungis þessi eina deila. Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það á ekki sístan þátt í því að hann þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins. Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins. Jónas frá Hriflu stofnaði ekki Framsókn til að hún yrði þægur þræll Sjálfstæðisflokksins við að grafa undan hinni félagslegu velferð. Framsókn á ekki að láta nota sig svona. ... Í sérhverju samfélagi þarf að vera til staðar ákveðinn trúnaður og traust milli almennings og samtaka þeirra annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Sá trúnaður er einn af burðarásum í því lýðræðislega samfélagi sem við höfum efnt til hér á Íslandi. Þessi trúnaður er að bresta. Trúnaðarrofið birtist um allt: Fjölmiðlalögin, þar sem valdníðsla ríkisstjórnarinnar bjó til djúpa gjá milli ríkisstjórnar og almennings. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem þjóðin var svikin um þrátt fyrir skýr og ótvíræð loforð sex ráðherra. Valdníðslan sem birtist í því að ríkisstjórnin vill leggja af málskotsréttinn til að ná fram hefndum á forseta og þjóðinni. Ráðherraræðið sem skipar frændur og vini í Hæstarétt. Svikin við öryrkja þar sem skjalfest loforð ráðherra er brotið. Verkfallið sem nú stendur, þar sem ríkisstjórnin kærir sig kollótta. Ranglát efnahagsstefnan sem kallar fram einhverja hörðustu ályktun verkalýðshreyfingarinnnar um árabil. Sjómannadeilan, þar sem í reynd er tekist á um tilvist verkalýðsfélaga og ósvífnar útgerðir skáka í skjóli endalausra inngripa ríkisstjórnarinnar í deilur sjómanna og atvinnurekenda. Nú síðast er það svo hráskinnaleikurinn með almannafé í tengslum við kaup Landsímans á Skjáeinum. Þar valsar Sjálfstæðisflokkurinn með fé almennings til að bjarga sjónvarpsstöð flokksgæðinga, og misnotar bæði Landssímann og Ríkisútvarpið. Spillingin er undirstrikuð og staðfest með því að formaður útvarpsráðs er á leynifundum með forstjóra Skjáseins og hagsmunaáreksturinn hjá formanni útvarpsráðs er eins nakinn og hægt er að hugsa sér. Samt situr hann enn með sérstakri velþóknun menntamálaráðherra. Þetta er dæmigerð spilling flokks sem er búinn að sitja svo lengi við völd að hann er farinn að líta á og meðhöndla eigur almennings sem sínar eigin. Og gleymum ekki því sem snertir okkur öll djúpt –sem er þyngra en tárum taki:Írak. Hversu hraksmánarlega fóru þeir ekki með lýðræðið og rétt okkar þegar þeir gerðu alla íslensku þjóðina samábyrga um hryllinginn í Írak?Þessi ríkisstjórn er búin að sitja svo lengi, hún er orðin svo samgróin við kjötkatlana, helmingaskiptin, einkavinavæðinguna að hún er búin að missa sjónar á því að við stjórnmálamenn eigum ekki að vera herrar, heldur þjónar fólksins. Við eigum ekki að starfa í hroka valdsins heldur auðmýkt gagnvart þeim sem hafa tímabundið framselt okkur valdið, fólksins í landinu.Við þessar aðstæður er hlutverk stjórnarandstöðunnar mikilvægara en endranær. Við þurfum að leggja okkur enn frekar fram en áður um að endurheimta þann mannleika, þá mannúð, þá virðingu sem var áður grunntónn almannavaldsins í samskiptum við almenning. Við verðum að laga okkur að aðstæðum og læra af reynslunni. Stjórnarandstaðan hefur aldrei náð jafn miklum árangri og þegar hún var samstæð og samhent. Það lærðum við af fjölmiðlamálinu. Ef við ætlum að verja hag almennings gegn ofríki ríkisstjórnarinnar einsog í fjölmiðlamálinu er samstaðan langsterkasta vopnið. Við gerðum það varðandi fjölmiðlanefndina fyrr í vikunni og höfðum fullan sigur. Samfylkingin, Vinstri hreyfingin-grænt framboð og Frjálsyndir eru ólíkir flokkar að mörgu leyti. Grunnstefið allra þriggja er þó virðingin fyrir félagslegri velferð landsmanna. Við eigum að vinna saman að því sem er sameiginlegt, en ekki hika við að rækta sérstöðu okkar. Og það sem sameinar okkar mest um þessar mundir er andstaðan við ríkisstjórn, sem sannarlega var vond fyrir en fer samt versnandi! Átökin um fjölmiðlalögin stóðu upp úr pólitískum átökum ársins. Þau fólu í sér ákaflega merkilegt tímabil í íslenskri stjórnmálasögu sem lauk með því að íslenskir kjósendur, almenningur, almannavaldið, lét til sín taka. Lýðræðisskipan okkar þjóðfélags hefur frá öndverðu byggst á þrískiptingu valdsins í löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald. Framkvæmdavaldið á að starfa í umboði kjörins löggjafarvalds. Frá upphafi voru stofnendur lýðveldis meðvitaðir um að hvert svið hins þríeina valds þyrfti aðhalds við frá hinum, og fyrst og fremst frá þjóðinni, kjósendum. Við gerð stjórnarskrár lýðveldisins var gert ráð fyrir mikilvægum öryggisventli, forseti skyldi þjóðkjörinn og hafa heimild til að vísa málum til þjóðarinnar. Þessu mikilvæga öryggisákvæði var beitt í fyrsta skipti á þessu ári – og það var fullt tilefni til. Forsetinn sýndi fram á að öryggisákvæðið virkaði – þjóðin getur ráðið á úrslitastundum. En burtséð frá því máli sem varð tilefni málskotsins þá er ástæða til að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsþróun sem liggur á bakvið atburðarásina sem leiddi til þess arna. Staðreyndin er sú að á síðustu árum og reyndar áratugum hefur framkvæmdavaldið verið að styrkja sig á kostnað hinna valdþáttanna. Það hefur fengið viðameiri hlutverk, dregið til sín meira fjármagn, það hefur seilst æ lengra inná svið löggjafarvaldsins og með núverandi ríkisstjórn inn á svið dómsvaldsins líka. Í þessu efni er ekki einungis við núverandi ríkisstjórn að sakast. Hér er líka um almenna þjóðfélagsþróun að ræða, þróun sem við könnumst við í flestum vestrænum ríkjum. Samfara þessari útþenslu ríkisvaldsins, viðameira hlutverki þess, hefur að ýmsu leyti orðið eins konar ,,lýðræðisleg firring” ef svo má að orði komast, sem lýsir sér í því að sífellt fleiri láta stjórnmál afskiptalaus, ætla stjórnmálaflokkum, mönnum, - eða í versta tilviki einum manni, að axla ábyrgðina af stjórnmálaþróuninni. Þessi firring lýsir sér tilaðmynda í því að æ færri taka lifandi þátt í stjórnmálastarfi stjórnmálahreyfinga, - og þá er ég er ekki að tala um skráða félaga, heldur um virkt starf einstaklinganna. Þetta með öðrum þjóðfélagsbreytingum hefur átt þátt í því að lýðræðisþjóðfélög hafa haft tilhneigingu til að verða æ meiri fámennisveldi. Lýðræðissinnar hvarvetna hafa verið í ákveðinni vörn gagnvart þessari þróun. Það er sérstakt verkefni okkar hreyfingar, heima og alþjóðlega, að bregðast við þessu, að sækja fram fyrir aukið lýðræði, fyrir aukinn rétt einstaklinganna, fyrir möguleikum fólksins til að hafa meiri áhrif á samfélag sitt og þjóðfélagsþróun. Frumatriði í því verkefni er að skilgreina þessa þróun, greina viðfangsefnið og leggja fram tillögur til úrbóta. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram hugmyndir um aukið lýðræði á vettvangi alþingis. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt fram jafn ítarlegar og þroskaðar tillögur á þessu sviði. Þjóðaratkvæðagreiðsla, landið eitt kjördæmi, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds--ráðherrar gegni ekki þingmennsku, minnihluti þingmanna geti krafist opinna rannsóknarnefnda, breytt skipan hæstaréttardómara, þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, endurbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, aukinn upplýsingaréttur einstaklingsins. Allar þessar hugmyndir ganga út á það að auka og treysta rétt einstaklingsins. Samfylkingin þarf að ganga lengra á þessari braut. Fyrir okkur er jafnræði grundvallaratriði. Það felur í sér að kjósendur eigi að hafa jafnan rétt. Einn maður – eitt atkvæði sögðu Héðinn og Jón Baldvinsson fyrir 80 árum og stóðu í nákvæmlega sama flokki og við öll í dag. Sá flokkur, alveg einsog við í dag, lagði til að landið yrði að einu kjördæmi og atkvæði allra þarmeð jöfn. En við eigum ekki bara að berjast fyrir jöfnum kosningarétti heldur líka auknum rétti kjósenda. Í þessu samhengi er eðlilegt að skoða í fullri alvöru hugmyndir um að í kosningum fái kjósendur ekki aðeins að velja flokk heldur líka tækifæri til að velja einstaklinga og raða þeim í sæti. Með því móti væri valréttur allra kjósenda aukinn, og prófkjörin gerð óþörf í leiðinni. Þessi aukni valréttur einstaklingsins er eitt af því sem ég tel að Samfylkingin eigi að berjast fyrir í framtíðinni. En við þurfum að ganga enn lengra í því að auka möguleika einstaklingsins á að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og þróun samfélagsins. Samfylkingin hefur ein íslenskra stjórnmálaflokka sett beint lýðræði á dagskrá. Við höfum flutt tillögur um beint og milliliðalaust lýðræði, um íbúaþing sem hafa einmitt sett mark sitt á sveitarfélög þar sem Samfylkingin er við völd. Við höfum sett í algeran forgang kröfuna um þjóðaratkvæði. Ég tel í því sambandi að það komi einnig til álita að kjósendur fái möguleika til að hafa áhrif með beinum, almennum kosningum á val embættismanna sem beinlínis hafa hlutverki að gegna í varðstöðu um almenn lýðréttindi og skoðanafrelsi. Hví kjósum við ekki beint í embætti einsog útvarpsstjóra, umboðsmann alþingis og umboðsmann neytenda sem bæði ríkisstjórn og Samfylking hafa lagt til að verði sett á laggir? Um slíkar kosningar þyrfti hugsanlega að setja sérstakar reglur til að tryggja að aðgangur að fjármagni geti ekki ráðið úrslitum. Ég nefndi íbúalýðræði. Samfylkingin hefur sett það á oddinn, og í sveitarfélögum þar sem við förum með völd hefur verið gengið lengra en víða annars staðar í því að efla áhrif þegna á umhverfi sitt. Reykjavíkurlistinn gerði athyglisverða tilraun með kosningunni um flugvöllinn. Tæknin á að gera okkur kleift að taka upp beint íbúalýðræði með beinum kosningum á völdum sviðum. Í framtíðinni, þegar sveitarfélögin verða stærri einsog Samfylkingin vill og fá aukin verkefni á borð við heilsugæslu og framhaldsskóla þá verða slík úrlausnarefni fleiri. Þá er hægt að hugsa sér að beint lýðræði verði aðferðin til að taka grundvallarákvarðanir innan sveitarfélaga um skóla, skipulagsmál, umhverfisvernd og heilsugæslu svo stærstu sviðin séu nefnd. Það eru hins vegar óleyst tæknileg úrlausnarefni. Við þyrftum að fá reynslu á hvernig á að praktísera beint lýðræði innan sveitarfélaganna. Við jafnaðarmenn leystum svipaðan vanda á sínum tíma með því að setja upp tilraunasveitarfélög sem tóku að sér að reyna ákveðin verkefni á sjálfum sér. Beint lýðræði er skilgreint verkefni sem þarf að útfæra og reyna og fjármagna. Samfylkingin mun því á grunni reynslunnar leggja fram tillögu á Alþingi um tilraunasveitarfélag á sviði beins lýðræðis. Gildi samfélagsgerða sem byggja á jafnaðarstefnu hefur á síðustu tíu árum komið æ betur í ljós. Norræna módelið, velferðarsamfélagið sem er afsprengi stjórnmálahugsunar jafnaðarmanna og baráttu verkalýðshreyfingarinnar, hefur sannað gildi sitt svo ekki verður um villst. Innan þess hafa jafnaðarmenn náð farsælu jafnvægi milli auðhyggju og félagslegs öryggis, milli kapítalisma og hóflegs ríkisvalds, þannig að athygli vekur um allan heim. Norðurlöndin eru alls staðar við toppinn í alþjóðlegum mælikvörðum. Á sama tíma hefur trúin á lausnir frjálshyggjunnar, á ameríska módelið, dvínað. Áhersla hennar á síngirni, hámarksgróða, markaðstrú, ríkisfjandskap og skattleysi stenst ekki dóm reynslunnar. Vissulega er nauðsynlegt að atvinnulífið stefnu að góðri arðsemi en fyrirtækin hafa líka skyldur við starfsfólk og samfélag sem þau verða að rækja. Kröfur jafnaðarmanna um fjárfestingar í heilsu og menntun eru í raun ávísun á þjóðhagslegan ávinning í framtíðinni. Blómstrandi efnahagur og öflug atvinnufyrirtæki þurfa fyrst og fremst á vel menntuðu fólki að halda. Þau þurfa fólk sem býr við félagslegt öryggi og fólk sem vill fá útrás fyrir hugarorku sína og sköpunarkraft. Velsæld samfélaga 21. aldarinnar byggir á menntun og aftur menntun. Hugaraflið er hin nýja auðlind. Við þurfum samfélagslegar fjárfestingar til að virkja þessa auðlind, og reynslan hefur sýnt að norræna módelið hefur yfirburði til að skapa auðugt samfélag með mikilli félagslegri velferð. Hornsteinninn í stefnu Samfylkingarinnar er að byggja upp sterkt atvinnulíf, sem styðst við öflugt menntakerfi, og leggur grunn að sterku velferðarkerfi. Það er hinn gullni þríhyrningur sem stjórnmálin eiga að snúast um. Við í Samfylkingunni viljum frjálst atvinnulíf, sem býr við skilvirkt eftirlit en er ekki hrjáð af lögum og höftum. Við viljum stórauka fjárfestingar í menntakerfinu til að efla fjölbreytni í atvinnulífinu í stað þess að treysta bara á endalausa stóriðju.Við viljum skynsamlegt velferðarkerfi þar sem er ýtt undir sjálfsbjörg og þar sem enginn gleymist.Samfylkingin vill ekki að mannauðnum sé sóað. Einhver versta sóun samtímans er þegar einstaklingar og hópar sem standa höllum fæti eiga ekki tækifæri til þess að mennta sig og þroska til starfa. Langtímaatvinnuleysi, brottfall fólks af vinnumarkaði af því nægileg endurhæfing er ekki í boði, brottfall nemenda úr framhaldsskóla, takmörkun á aðgangi í framhaldsskóla, innleiðing skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi, - þetta er allt dæmi um sóun á þeim auði sem býr í mannfólkinu. Hversvegna kastar atvinnulífið á glæ kröftum og hugarafli kvenna þegar kemur að stjórnun fyrirtækja og stefnumótun í stjórnum og ráðum? Ég fullyrði að fyrirtækin í landinu hafa ekki efni á slíkri sóun til lengdar. Fleiri konur en karlar ljúka langskólanámi um þessar mundir. Íslenskar konur eru að verða betur menntaðar en karlar. Atvinnulíf sem ekki nýtir sér til fullnustu atgervi kvenna – því mun hnigna. Það mun ekki verða samkeppnishæft til lengdar á alþjóðavísu.Við höfum jafnrétti og jafnstöðu að lögum en veruleikinn er allur annar. Kynbundinn og óútskýrður launamunur er fyrir hendi. Hagstofan lýgur ekki og hún er nýlega búin að birta úttekt á stöðunni 2004. að er ekki falleg lesning. Í pólitíska kerfinu nær hlutur kvenna ekki þriðjungi sama hvert er litið. Það hefur varla miðað í áttina þar á síðustu árum. Síðast í gær var fjármálaráðherrann að skipa fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Allt kallar, og sá fimmti, starfsmaðurinn, að sjálfsögðu líka. Konur koma lítið við sögu við stjórnun samtaka atvinnulífsins og helstu fyrirtækja á markaði.Þetta gengur auðvitað ekki. Við verðum að íhuga stjórnvaldsaðgerðir til þess að koma á jafnrétti í reynd. Hvað dugar? Skattaívilnanir handa fyrirtækjum sem standa sig í jafnréttismálum? Niðurskurður framlaga til samtaka sem ekki endurspegla kynjahlutfall í þjóðfélaginu? Lækkun á framlögum til stjórnmálaflokka sem ekki virða þá staðreynd að það eru fleiri konur á Íslandi en karlar? Þessar spurningar eiga fullan rétt á sér og kalla á svör fyrr en síðar. Á þessum vanda verður jafnréttissinnaður flokkur að taka. Kæru félagar, Ég er ákaflega bjartsýnn á framtíð Samfylkingarinnar. Það er samheldni og samhugur í flokknum. Málefnastaða okkar er góð. Mér finnast félagar okkar í þingflokkurinn vera að standa sig vel, og frammistaða okkar fólks í sveitarstjórnum er víða frábær. Fjárhagsleg staða flokksins hefur styrkst til muna frá því við urðum til og áttum ekkert nema skuldir. Það skiptir miklu máli.Í dag eru svo þáttaskil í sögu flokksins. Við erum að taka í notkun framtíðarhúsnæði fyrir Samfylkinguna, húsnæði sem sæmir stórum og öflugum flokki. Það gleður mig meira en orð fá lýst. En við megum aldrei gleyma vöku okkar. Við erum sóknarlið og við erum stöðugt að búa okkur undir næsta leik. Það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar. Næsta stórverkefni flokksins er að hefja undirbúning að sveitarstjórnarkosningunum. Við, landsflokkurinn, munum gera allt sem við getum til að styðja ykkur í baráttunni í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Við náðum frábærum árangri síðast. Við ætlum okkur enn stærri hlut næst. Til að svo verði er ákaflega brýnt að hefja undirbúninginn að næstu sveitarstjórnarkosningum sem allra fyrst. Sem formaður Samfylkingarinnar lýsi ég því yfir að sá undirbúningur hefst núna. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn vera að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það sé ástæða þess að flokkurinn þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. Þetta segir Össur Skarphéðinsson í ræðu sem hann flytur í þessum töluðu orðum á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnr. Hann segir jafnframt að krafa manna sem tilheyra sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform sé ekkert annað en krafa um einkavæðingu. Ræða Össurar Skarphéðinssonar í heild:Kæru félagar, kæru vinir.Þessi fundur flokkstjórnar Samfylkingarinnar er haldinn í skugga erfiðs og langvinns verkfalls. Kennarar í grunnskólum hafa bráðum verið í verkfalli í heilan mánuð. Ríflega 30 þúsund fjölskyldur eiga börn í grunnskólum. Það þýðir að daglegt líf næstum þriðjungs allra heimila í landinu er í uppnámi og það virðast engar lyktir fyrirsjáanlegar. Við, verkfallspabbar og – mömmur sem stundum þurfum að bjarga málum frá klukkustund til klukkustundar, getum auðvitað vorkennt sjálfum okkur. En það eru börnin sem lenda í mestu róti og raski. Það er ekki síst vegna þeirra sem það er hreint út sagt átakanlegt að fylgjast með viðbrögðum ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherrann segir að málið komi sér ekki við. Fjármálaráðherrann yppir öxlum. Menntamálaráðherrann fer í felur. Á mánudaginn hefst fimmta vika verkfallsins en ríkisstjórnin er einsog strútur sem stingur höfðinu í sandinn. Hún sér ekki út úr augunum. Hún er stikkfrí. Stikkfrístjórnin finnur ekki til þegar 4,300 kennarar eru í verkfalli. Stikkfrístjórnin finnur ekki til þegar 45 þúsund grunnskólabörn eru án skóla. Það er ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu: "Verkfallið kemur mér ekki við." Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðusveitarfélaganna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði í fjölmiðlum: Höfuðatriðið í þessu máli er sanngjörn tekjuskipting sveitarfélaganna og ríkisvaldsins. Það er hárrétt hjá Lúðvík. Í því liggur lykill að frambúðarlausn. Hér er hins vegar meira í húfi en einungis þessi eina deila. Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. Það á ekki sístan þátt í því að hann þráast gegn því að ríkisstjórnin komi að lausn deilunnar. Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins. Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins. Jónas frá Hriflu stofnaði ekki Framsókn til að hún yrði þægur þræll Sjálfstæðisflokksins við að grafa undan hinni félagslegu velferð. Framsókn á ekki að láta nota sig svona. ... Í sérhverju samfélagi þarf að vera til staðar ákveðinn trúnaður og traust milli almennings og samtaka þeirra annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Sá trúnaður er einn af burðarásum í því lýðræðislega samfélagi sem við höfum efnt til hér á Íslandi. Þessi trúnaður er að bresta. Trúnaðarrofið birtist um allt: Fjölmiðlalögin, þar sem valdníðsla ríkisstjórnarinnar bjó til djúpa gjá milli ríkisstjórnar og almennings. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem þjóðin var svikin um þrátt fyrir skýr og ótvíræð loforð sex ráðherra. Valdníðslan sem birtist í því að ríkisstjórnin vill leggja af málskotsréttinn til að ná fram hefndum á forseta og þjóðinni. Ráðherraræðið sem skipar frændur og vini í Hæstarétt. Svikin við öryrkja þar sem skjalfest loforð ráðherra er brotið. Verkfallið sem nú stendur, þar sem ríkisstjórnin kærir sig kollótta. Ranglát efnahagsstefnan sem kallar fram einhverja hörðustu ályktun verkalýðshreyfingarinnnar um árabil. Sjómannadeilan, þar sem í reynd er tekist á um tilvist verkalýðsfélaga og ósvífnar útgerðir skáka í skjóli endalausra inngripa ríkisstjórnarinnar í deilur sjómanna og atvinnurekenda. Nú síðast er það svo hráskinnaleikurinn með almannafé í tengslum við kaup Landsímans á Skjáeinum. Þar valsar Sjálfstæðisflokkurinn með fé almennings til að bjarga sjónvarpsstöð flokksgæðinga, og misnotar bæði Landssímann og Ríkisútvarpið. Spillingin er undirstrikuð og staðfest með því að formaður útvarpsráðs er á leynifundum með forstjóra Skjáseins og hagsmunaáreksturinn hjá formanni útvarpsráðs er eins nakinn og hægt er að hugsa sér. Samt situr hann enn með sérstakri velþóknun menntamálaráðherra. Þetta er dæmigerð spilling flokks sem er búinn að sitja svo lengi við völd að hann er farinn að líta á og meðhöndla eigur almennings sem sínar eigin. Og gleymum ekki því sem snertir okkur öll djúpt –sem er þyngra en tárum taki:Írak. Hversu hraksmánarlega fóru þeir ekki með lýðræðið og rétt okkar þegar þeir gerðu alla íslensku þjóðina samábyrga um hryllinginn í Írak?Þessi ríkisstjórn er búin að sitja svo lengi, hún er orðin svo samgróin við kjötkatlana, helmingaskiptin, einkavinavæðinguna að hún er búin að missa sjónar á því að við stjórnmálamenn eigum ekki að vera herrar, heldur þjónar fólksins. Við eigum ekki að starfa í hroka valdsins heldur auðmýkt gagnvart þeim sem hafa tímabundið framselt okkur valdið, fólksins í landinu.Við þessar aðstæður er hlutverk stjórnarandstöðunnar mikilvægara en endranær. Við þurfum að leggja okkur enn frekar fram en áður um að endurheimta þann mannleika, þá mannúð, þá virðingu sem var áður grunntónn almannavaldsins í samskiptum við almenning. Við verðum að laga okkur að aðstæðum og læra af reynslunni. Stjórnarandstaðan hefur aldrei náð jafn miklum árangri og þegar hún var samstæð og samhent. Það lærðum við af fjölmiðlamálinu. Ef við ætlum að verja hag almennings gegn ofríki ríkisstjórnarinnar einsog í fjölmiðlamálinu er samstaðan langsterkasta vopnið. Við gerðum það varðandi fjölmiðlanefndina fyrr í vikunni og höfðum fullan sigur. Samfylkingin, Vinstri hreyfingin-grænt framboð og Frjálsyndir eru ólíkir flokkar að mörgu leyti. Grunnstefið allra þriggja er þó virðingin fyrir félagslegri velferð landsmanna. Við eigum að vinna saman að því sem er sameiginlegt, en ekki hika við að rækta sérstöðu okkar. Og það sem sameinar okkar mest um þessar mundir er andstaðan við ríkisstjórn, sem sannarlega var vond fyrir en fer samt versnandi! Átökin um fjölmiðlalögin stóðu upp úr pólitískum átökum ársins. Þau fólu í sér ákaflega merkilegt tímabil í íslenskri stjórnmálasögu sem lauk með því að íslenskir kjósendur, almenningur, almannavaldið, lét til sín taka. Lýðræðisskipan okkar þjóðfélags hefur frá öndverðu byggst á þrískiptingu valdsins í löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald. Framkvæmdavaldið á að starfa í umboði kjörins löggjafarvalds. Frá upphafi voru stofnendur lýðveldis meðvitaðir um að hvert svið hins þríeina valds þyrfti aðhalds við frá hinum, og fyrst og fremst frá þjóðinni, kjósendum. Við gerð stjórnarskrár lýðveldisins var gert ráð fyrir mikilvægum öryggisventli, forseti skyldi þjóðkjörinn og hafa heimild til að vísa málum til þjóðarinnar. Þessu mikilvæga öryggisákvæði var beitt í fyrsta skipti á þessu ári – og það var fullt tilefni til. Forsetinn sýndi fram á að öryggisákvæðið virkaði – þjóðin getur ráðið á úrslitastundum. En burtséð frá því máli sem varð tilefni málskotsins þá er ástæða til að velta fyrir sér þeirri þjóðfélagsþróun sem liggur á bakvið atburðarásina sem leiddi til þess arna. Staðreyndin er sú að á síðustu árum og reyndar áratugum hefur framkvæmdavaldið verið að styrkja sig á kostnað hinna valdþáttanna. Það hefur fengið viðameiri hlutverk, dregið til sín meira fjármagn, það hefur seilst æ lengra inná svið löggjafarvaldsins og með núverandi ríkisstjórn inn á svið dómsvaldsins líka. Í þessu efni er ekki einungis við núverandi ríkisstjórn að sakast. Hér er líka um almenna þjóðfélagsþróun að ræða, þróun sem við könnumst við í flestum vestrænum ríkjum. Samfara þessari útþenslu ríkisvaldsins, viðameira hlutverki þess, hefur að ýmsu leyti orðið eins konar ,,lýðræðisleg firring” ef svo má að orði komast, sem lýsir sér í því að sífellt fleiri láta stjórnmál afskiptalaus, ætla stjórnmálaflokkum, mönnum, - eða í versta tilviki einum manni, að axla ábyrgðina af stjórnmálaþróuninni. Þessi firring lýsir sér tilaðmynda í því að æ færri taka lifandi þátt í stjórnmálastarfi stjórnmálahreyfinga, - og þá er ég er ekki að tala um skráða félaga, heldur um virkt starf einstaklinganna. Þetta með öðrum þjóðfélagsbreytingum hefur átt þátt í því að lýðræðisþjóðfélög hafa haft tilhneigingu til að verða æ meiri fámennisveldi. Lýðræðissinnar hvarvetna hafa verið í ákveðinni vörn gagnvart þessari þróun. Það er sérstakt verkefni okkar hreyfingar, heima og alþjóðlega, að bregðast við þessu, að sækja fram fyrir aukið lýðræði, fyrir aukinn rétt einstaklinganna, fyrir möguleikum fólksins til að hafa meiri áhrif á samfélag sitt og þjóðfélagsþróun. Frumatriði í því verkefni er að skilgreina þessa þróun, greina viðfangsefnið og leggja fram tillögur til úrbóta. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram hugmyndir um aukið lýðræði á vettvangi alþingis. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt fram jafn ítarlegar og þroskaðar tillögur á þessu sviði. Þjóðaratkvæðagreiðsla, landið eitt kjördæmi, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds--ráðherrar gegni ekki þingmennsku, minnihluti þingmanna geti krafist opinna rannsóknarnefnda, breytt skipan hæstaréttardómara, þjóðareign á sameiginlegum auðlindum, endurbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, aukinn upplýsingaréttur einstaklingsins. Allar þessar hugmyndir ganga út á það að auka og treysta rétt einstaklingsins. Samfylkingin þarf að ganga lengra á þessari braut. Fyrir okkur er jafnræði grundvallaratriði. Það felur í sér að kjósendur eigi að hafa jafnan rétt. Einn maður – eitt atkvæði sögðu Héðinn og Jón Baldvinsson fyrir 80 árum og stóðu í nákvæmlega sama flokki og við öll í dag. Sá flokkur, alveg einsog við í dag, lagði til að landið yrði að einu kjördæmi og atkvæði allra þarmeð jöfn. En við eigum ekki bara að berjast fyrir jöfnum kosningarétti heldur líka auknum rétti kjósenda. Í þessu samhengi er eðlilegt að skoða í fullri alvöru hugmyndir um að í kosningum fái kjósendur ekki aðeins að velja flokk heldur líka tækifæri til að velja einstaklinga og raða þeim í sæti. Með því móti væri valréttur allra kjósenda aukinn, og prófkjörin gerð óþörf í leiðinni. Þessi aukni valréttur einstaklingsins er eitt af því sem ég tel að Samfylkingin eigi að berjast fyrir í framtíðinni. En við þurfum að ganga enn lengra í því að auka möguleika einstaklingsins á að hafa bein áhrif á umhverfi sitt og þróun samfélagsins. Samfylkingin hefur ein íslenskra stjórnmálaflokka sett beint lýðræði á dagskrá. Við höfum flutt tillögur um beint og milliliðalaust lýðræði, um íbúaþing sem hafa einmitt sett mark sitt á sveitarfélög þar sem Samfylkingin er við völd. Við höfum sett í algeran forgang kröfuna um þjóðaratkvæði. Ég tel í því sambandi að það komi einnig til álita að kjósendur fái möguleika til að hafa áhrif með beinum, almennum kosningum á val embættismanna sem beinlínis hafa hlutverki að gegna í varðstöðu um almenn lýðréttindi og skoðanafrelsi. Hví kjósum við ekki beint í embætti einsog útvarpsstjóra, umboðsmann alþingis og umboðsmann neytenda sem bæði ríkisstjórn og Samfylking hafa lagt til að verði sett á laggir? Um slíkar kosningar þyrfti hugsanlega að setja sérstakar reglur til að tryggja að aðgangur að fjármagni geti ekki ráðið úrslitum. Ég nefndi íbúalýðræði. Samfylkingin hefur sett það á oddinn, og í sveitarfélögum þar sem við förum með völd hefur verið gengið lengra en víða annars staðar í því að efla áhrif þegna á umhverfi sitt. Reykjavíkurlistinn gerði athyglisverða tilraun með kosningunni um flugvöllinn. Tæknin á að gera okkur kleift að taka upp beint íbúalýðræði með beinum kosningum á völdum sviðum. Í framtíðinni, þegar sveitarfélögin verða stærri einsog Samfylkingin vill og fá aukin verkefni á borð við heilsugæslu og framhaldsskóla þá verða slík úrlausnarefni fleiri. Þá er hægt að hugsa sér að beint lýðræði verði aðferðin til að taka grundvallarákvarðanir innan sveitarfélaga um skóla, skipulagsmál, umhverfisvernd og heilsugæslu svo stærstu sviðin séu nefnd. Það eru hins vegar óleyst tæknileg úrlausnarefni. Við þyrftum að fá reynslu á hvernig á að praktísera beint lýðræði innan sveitarfélaganna. Við jafnaðarmenn leystum svipaðan vanda á sínum tíma með því að setja upp tilraunasveitarfélög sem tóku að sér að reyna ákveðin verkefni á sjálfum sér. Beint lýðræði er skilgreint verkefni sem þarf að útfæra og reyna og fjármagna. Samfylkingin mun því á grunni reynslunnar leggja fram tillögu á Alþingi um tilraunasveitarfélag á sviði beins lýðræðis. Gildi samfélagsgerða sem byggja á jafnaðarstefnu hefur á síðustu tíu árum komið æ betur í ljós. Norræna módelið, velferðarsamfélagið sem er afsprengi stjórnmálahugsunar jafnaðarmanna og baráttu verkalýðshreyfingarinnar, hefur sannað gildi sitt svo ekki verður um villst. Innan þess hafa jafnaðarmenn náð farsælu jafnvægi milli auðhyggju og félagslegs öryggis, milli kapítalisma og hóflegs ríkisvalds, þannig að athygli vekur um allan heim. Norðurlöndin eru alls staðar við toppinn í alþjóðlegum mælikvörðum. Á sama tíma hefur trúin á lausnir frjálshyggjunnar, á ameríska módelið, dvínað. Áhersla hennar á síngirni, hámarksgróða, markaðstrú, ríkisfjandskap og skattleysi stenst ekki dóm reynslunnar. Vissulega er nauðsynlegt að atvinnulífið stefnu að góðri arðsemi en fyrirtækin hafa líka skyldur við starfsfólk og samfélag sem þau verða að rækja. Kröfur jafnaðarmanna um fjárfestingar í heilsu og menntun eru í raun ávísun á þjóðhagslegan ávinning í framtíðinni. Blómstrandi efnahagur og öflug atvinnufyrirtæki þurfa fyrst og fremst á vel menntuðu fólki að halda. Þau þurfa fólk sem býr við félagslegt öryggi og fólk sem vill fá útrás fyrir hugarorku sína og sköpunarkraft. Velsæld samfélaga 21. aldarinnar byggir á menntun og aftur menntun. Hugaraflið er hin nýja auðlind. Við þurfum samfélagslegar fjárfestingar til að virkja þessa auðlind, og reynslan hefur sýnt að norræna módelið hefur yfirburði til að skapa auðugt samfélag með mikilli félagslegri velferð. Hornsteinninn í stefnu Samfylkingarinnar er að byggja upp sterkt atvinnulíf, sem styðst við öflugt menntakerfi, og leggur grunn að sterku velferðarkerfi. Það er hinn gullni þríhyrningur sem stjórnmálin eiga að snúast um. Við í Samfylkingunni viljum frjálst atvinnulíf, sem býr við skilvirkt eftirlit en er ekki hrjáð af lögum og höftum. Við viljum stórauka fjárfestingar í menntakerfinu til að efla fjölbreytni í atvinnulífinu í stað þess að treysta bara á endalausa stóriðju.Við viljum skynsamlegt velferðarkerfi þar sem er ýtt undir sjálfsbjörg og þar sem enginn gleymist.Samfylkingin vill ekki að mannauðnum sé sóað. Einhver versta sóun samtímans er þegar einstaklingar og hópar sem standa höllum fæti eiga ekki tækifæri til þess að mennta sig og þroska til starfa. Langtímaatvinnuleysi, brottfall fólks af vinnumarkaði af því nægileg endurhæfing er ekki í boði, brottfall nemenda úr framhaldsskóla, takmörkun á aðgangi í framhaldsskóla, innleiðing skólagjalda í grunnnámi á háskólastigi, - þetta er allt dæmi um sóun á þeim auði sem býr í mannfólkinu. Hversvegna kastar atvinnulífið á glæ kröftum og hugarafli kvenna þegar kemur að stjórnun fyrirtækja og stefnumótun í stjórnum og ráðum? Ég fullyrði að fyrirtækin í landinu hafa ekki efni á slíkri sóun til lengdar. Fleiri konur en karlar ljúka langskólanámi um þessar mundir. Íslenskar konur eru að verða betur menntaðar en karlar. Atvinnulíf sem ekki nýtir sér til fullnustu atgervi kvenna – því mun hnigna. Það mun ekki verða samkeppnishæft til lengdar á alþjóðavísu.Við höfum jafnrétti og jafnstöðu að lögum en veruleikinn er allur annar. Kynbundinn og óútskýrður launamunur er fyrir hendi. Hagstofan lýgur ekki og hún er nýlega búin að birta úttekt á stöðunni 2004. að er ekki falleg lesning. Í pólitíska kerfinu nær hlutur kvenna ekki þriðjungi sama hvert er litið. Það hefur varla miðað í áttina þar á síðustu árum. Síðast í gær var fjármálaráðherrann að skipa fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Allt kallar, og sá fimmti, starfsmaðurinn, að sjálfsögðu líka. Konur koma lítið við sögu við stjórnun samtaka atvinnulífsins og helstu fyrirtækja á markaði.Þetta gengur auðvitað ekki. Við verðum að íhuga stjórnvaldsaðgerðir til þess að koma á jafnrétti í reynd. Hvað dugar? Skattaívilnanir handa fyrirtækjum sem standa sig í jafnréttismálum? Niðurskurður framlaga til samtaka sem ekki endurspegla kynjahlutfall í þjóðfélaginu? Lækkun á framlögum til stjórnmálaflokka sem ekki virða þá staðreynd að það eru fleiri konur á Íslandi en karlar? Þessar spurningar eiga fullan rétt á sér og kalla á svör fyrr en síðar. Á þessum vanda verður jafnréttissinnaður flokkur að taka. Kæru félagar, Ég er ákaflega bjartsýnn á framtíð Samfylkingarinnar. Það er samheldni og samhugur í flokknum. Málefnastaða okkar er góð. Mér finnast félagar okkar í þingflokkurinn vera að standa sig vel, og frammistaða okkar fólks í sveitarstjórnum er víða frábær. Fjárhagsleg staða flokksins hefur styrkst til muna frá því við urðum til og áttum ekkert nema skuldir. Það skiptir miklu máli.Í dag eru svo þáttaskil í sögu flokksins. Við erum að taka í notkun framtíðarhúsnæði fyrir Samfylkinguna, húsnæði sem sæmir stórum og öflugum flokki. Það gleður mig meira en orð fá lýst. En við megum aldrei gleyma vöku okkar. Við erum sóknarlið og við erum stöðugt að búa okkur undir næsta leik. Það styttist í næstu sveitarstjórnarkosningar. Næsta stórverkefni flokksins er að hefja undirbúning að sveitarstjórnarkosningunum. Við, landsflokkurinn, munum gera allt sem við getum til að styðja ykkur í baráttunni í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Við náðum frábærum árangri síðast. Við ætlum okkur enn stærri hlut næst. Til að svo verði er ákaflega brýnt að hefja undirbúninginn að næstu sveitarstjórnarkosningum sem allra fyrst. Sem formaður Samfylkingarinnar lýsi ég því yfir að sá undirbúningur hefst núna.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira