Stærst sinnar tegundar 15. október 2004 00:01 Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion. Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion.
Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira