Innlent

Eiríkur gáttaður á sveitarfélögum

"Ég á ekki til orð um hvað þeim er alveg sama um skólann," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sem er hneykslaður á framgöngu sveitarstjórnarmanna í kjaradeilu kennara. "Maður er farinn að trúa því sem maður hefur neitað hingað til, að þeir líti á þetta sem góða leið til að spara peninga." Eiríkur er afar ósáttur með að ekkert gangi í samningum kennara og sveitarfélaga, einkum það að sveitarfélög vilji ekki leggja meira fé í skólamálin svo semja megi og segir að það sé eins og sveitarstjórnarmenn geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgdi yfirtöku grunnskólans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×