Rótleysið eykst með degi hverjum 12. október 2004 00:01 Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrif kennaraverkfallsins á grunnskólanemendur. Ekki er talið að til brottfalls muni koma á meðal þeirra en hins vegar óttast sérfræðingar að eftir því sem lengra líður á verkfallið muni rótleysi barnanna aukast. Nokkur dæmi voru um að unglingar skiluðu sér ekki í skólann þegar verkfalli grunn- og framhaldsskólakennara lauk vorið 1995. Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja hvaða þættir höfðu þar mest áhrif því gera má ráð fyrir að einhverjir nemendur hefðu hætt námi þótt ekki hefði komið til verkfalls. Hættan á að unglingar flosni upp úr grunnskólanámi sé hins vegar lítil þar sem skólaskyldan veitir þeim ákveðið aðhald. Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri sálfræðideildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, tekur í svipaðan streng og bendir á að fyrst að verkfallið er að hausti til þá er hættan á brottfalli minni þar sem meiri tími er til að vinna upp námsefni vetrarins, t.d. fyrir samræmd próf. Þeir Jón Torfi og Hákon eru hins vegar sammála um að því lengra sem verkfallið dregst, því meira rót kemst á líf barnanna. Hákon leggur því áherslu á að foreldrar skipuleggi tímann fyrir börnin á meðan á því stendur þannig að þau búi við einhverja reglu. "Þetta verður hins vegar erfiðara eftir því sem börnin verða eldri því stundum vilja þau ekki lifa eftir rútínu," bætir hann við. Jón Torfi segir að búast megi við rótleysið geti varað talsvert umfram þann tíma sem verkfallið stendur vegna þess tíma sem það tekur að koma reglu á daglegt líf á ný. "Fyrir sum börn skiptir þetta engu máli en fyrir þau sem á mestum aga þurfa að halda getur verið hætta á ferðum." Einhver dæmi eru um unglinga sem lifa í óreglu í verkfallinu og munu til dæmis einhverjir þeirra hafast við í húsakynnum gömlu Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu í Reykjavík. Þeir Jón Torfi og Hákon segja báðir að ákveðinn hópur unglinga sé í meiri hættu en aðrir og með honum verði að fylgjast. Of snemmt sé hins vegar að segja til um áhrif verkfallsins á þann hóp.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira