Hamingjusamastir og ríkastir 12. október 2004 00:01 Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun