Lífið

Plássið nýtt til fullnustu

Margir búa við þröngan húsakost og þá er gott að vera útsjónarsamur til þess að nýta plássið sem best. Það eru ýmis ráð til að nýta vel lítil rými og það er óvitlaust að glugga í bækur þess efnis, sé maður á þeim buxunum að taka í gegn lítið herbergi eða íbúð. Til dæmis er nauðsynlegt að skipuleggja vel hirslupláss, hvernig og hvar á að geyma hlutina. Upphengibúnaður fyrir til dæmis stóla og borð er sniðug lausn. Litur á málningu er mikilvægur þáttur, ljósir og bjartir litir eru til að mynda betri en dökkir. Speglar virka alltaf vel í litlu plássi og svo mætti lengi áfram telja. Bókabúð Steinars og Mál og Menning bjóða upp á nokkrar áhugaverðar bækur um góðar lausnir við að nýta lítil pláss, en svo er líka óvitlaust að kíkja við í Ikea því þar er um auðugan garð að gresja hvað varðar lausnir á litlum rýmum og auðvelt að verða sér úti um aðstoð og upplýsingar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.