Skattrannsóknarstjóri þarf meira 10. október 2004 00:01 Skattrannsóknarstjóri hefur farið fram á viðbótarfjárheimild í fjáraukalögum fyrir þetta ár upp á fjórtán milljónir króna. Þessarri fjárhæð er ætlað að mæta kostnaði vegna stórra mála sem eru til meðferðar hjá embættinu. Í umsögn í frumvarpi til fjáraukalaga segir að leita þurfi aðstoðar sérhæfðari mannafla og kaupa þjónustu sérfræðinga, svo sem löggiltra endurskoðenda og lögmanna, auk þjónustu þýðenda til að ljúka rannsókn málanna. Þá segir að mál þau sem nú eru til rannsóknar hafi reynst umfangsmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Sem dæmi um umfangsmikil mál má nefna rannsókn á skattamálum Baugs og tengdum félögum, eins og fjárfestingarfélagi Jóhannesar Jónssonar og barna, Gaums. Fjölmenn sveit frá skattrannsóknarstjóra framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu í nóvember á síðasta ári. Aðgerðin tengdist rannsókn efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra á málefnum forsvarsmanna Baugs sem staðið hefur yfir í um tvö ár. Í júlí á þessu ári lauk skattrannsóknarstjóri við aðra útgáfu frumskýrslu vegna málsins. Lögmenn fyrirtækisins höfðu heilmikið við niðurstöðu embættisins að athuga en óvíst er hvar málið er statt nú. Þegar leitað var eftir því nýlega vildi hvorki Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, né Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, tjá sig um gang rannsóknarinnar, þ.e.a.s. ekki einu sinni hvort henni væri lokið eða ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur farið fram á viðbótarfjárheimild í fjáraukalögum fyrir þetta ár upp á fjórtán milljónir króna. Þessarri fjárhæð er ætlað að mæta kostnaði vegna stórra mála sem eru til meðferðar hjá embættinu. Í umsögn í frumvarpi til fjáraukalaga segir að leita þurfi aðstoðar sérhæfðari mannafla og kaupa þjónustu sérfræðinga, svo sem löggiltra endurskoðenda og lögmanna, auk þjónustu þýðenda til að ljúka rannsókn málanna. Þá segir að mál þau sem nú eru til rannsóknar hafi reynst umfangsmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Sem dæmi um umfangsmikil mál má nefna rannsókn á skattamálum Baugs og tengdum félögum, eins og fjárfestingarfélagi Jóhannesar Jónssonar og barna, Gaums. Fjölmenn sveit frá skattrannsóknarstjóra framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu í nóvember á síðasta ári. Aðgerðin tengdist rannsókn efnahagsdeildar Ríkislögreglustjóra á málefnum forsvarsmanna Baugs sem staðið hefur yfir í um tvö ár. Í júlí á þessu ári lauk skattrannsóknarstjóri við aðra útgáfu frumskýrslu vegna málsins. Lögmenn fyrirtækisins höfðu heilmikið við niðurstöðu embættisins að athuga en óvíst er hvar málið er statt nú. Þegar leitað var eftir því nýlega vildi hvorki Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, né Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, tjá sig um gang rannsóknarinnar, þ.e.a.s. ekki einu sinni hvort henni væri lokið eða ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira