SH veltir SÍF úr sessi 7. október 2004 00:01 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi. Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira