Innlent

Laun í fæðingarorlofi lækka

Vegna nýrra laga um fæðingarorlof hefur verkfall kennara áhrif á tekjur þeirra í fæðingarorlofi allt til ársloka 2006. Þeir kennarar sem vænta barns nú í desember standa verst þar sem núgildandi reglur Tryggingamálastofnunar miða við laun þeirra frá ágúst 2003 til október 2004. Hallveig Thordarson, deildarstjóri fæðingarorlofsmála Tryggingastofnunar, segir að vegna þess að lögin taki breytingum í janúar hafi verkfall kennara minni áhrif til frambúðar. Reglurnar nú kveði á um að viðmiðunartími fæðingarorlofs sé síðustu tólf mánuðir fyrir fæðingu barns. "Fyrir börn sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2005 gilda tekjur foreldranna á tveimur heilum almanaksárum sem eru fyrir fæðingarár barnsins," segir Hallveig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×